Barnleysi getur verið sársaukafullt vandamál 11. október 2006 05:15 Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga er eitt af þeim "kerfum" sem sérhver landsmaður nýtir sér einhvern tímann á ævinni með einum eða öðrum hætti. Þjónusta þess þarf því að vera á eins breiðum grunni og framast er unnt. Þjóðin er einnig afar lánsöm að eiga þess kost að þiggja þjónustuna úr höndum færustu sérfræðinga og vel þjálfaðs starfsfólks. Þeir einstaklingar/pör sem eiga við ófrjósemi að stríða eru meðal þeirra sem þiggja þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Skilgreining á ófrjósemi er þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs. Talið er að 15-20% para á barneignaraldri glími við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ófrjósemi er fyrst og fremst líffræðilegt vandamál enda þótt sálrænir þættir hafi svo sannarlega áhrif. Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, voru stofnuð 1989. Hlutverk Tilveru er m.a. að standa við bakið á sjúklingum sem þarfnast tæknifrjóvgunarmeðferðar. Aðeins þeir sem hafa verið og eru í þeirri stöðu að eiga við ófrjósemi að stríða og reynt hafa að eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar vita hversu mikið álag og áhrif það hefur á tilfinninga- og líkamlega líðan. Ef meðferðin skilar ekki árangri eykst álagið oft enn frekar þegar tilfinningar eins og sorg, vonleysi og kvíði gera vart við sig. Hversu mikið erum við sem samfélag tilbúin til að hjálpa þessum hópi og í hverju gæti hjálpin einna helst falist? Fyrir rúmum tveimur árum var tæknifrjóvgunardeildinni á LSH lokað og gerður var samningur við ART Medica um að annast þessa þjónustu. Enda þótt aðilar hafi vafalaust viljað gera góðan samning koma oft veikleikar slíks samkomulags ekki í ljós fyrr en á reynir. Sem dæmi sýndi það sig að í fyrsta samningnum sem gerður var milli ART Medica, LSH og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis var samið um færri glasa/smásjárfrjóvganir en eftirspurn var eftir. Sú hjálp sem mun helst nýtast þeim sem eiga við ófrjósemi að stríða hlýtur fyrst og fremst að lúta að þjónustunni sem þeim stendur til boða eða á að standa til boða. Tæknifrjóvganir eru dýrar og oft er fleiri en einnar meðferðar þörf. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu greiða fyrir glasafrjóvgun á bilinu 137.000 til 256.000 krónur eftir því hversu margar meðferðir parið hefur farið í. Kostnaður miðast einnig við hvort parið á eitt eða fleiri börn saman. Heildarkostnaður án niðurgreiðslu er 307.000 krónur. Í lögum um tæknifrjóvgun, 1996 nr. 55, 29. maí, kemur fram í 2. málsgrein 2. greinar að "Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga". Þessu er ekki sinnt í dag sem skyldi. Ófrjósemi virðist vera vaxandi vandamál. Ástæða þess að um er að ræða vaxandi vandamál er varla hvorki einhlít né einföld. Mörgum finnst auðvelt að setja sig í spor þeirra sem eiga við þennan vanda að stríða jafnvel þótt þeir hafi ekki sjálfir persónulega reynslu af honum. Ég er þeirrar skoðunar að hlúa þurfi betur að þessum einstaklingum. Málefni þeirra eru mér hugleikin og myndi ég gjarnan vilja fá tækifæri til að taka þátt í að finna leiðir sem gætu komið til góða. Hér myndu margir vilja spyrja hvar taka eigi fjármagn til að styðja við bakið á þessum hópi. Í ljósi þess fjárhagsvanda sem heilbrigðiskerfið hefur átt við að glíma má flestum vera ljóst að engin einföld svör blasa við. Áframhaldandi vinna í átt að enn frekari hagræðingar bíður sem fyrr svo þessir sem og aðrir áþekkir munu geta notið góðs af. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga er eitt af þeim "kerfum" sem sérhver landsmaður nýtir sér einhvern tímann á ævinni með einum eða öðrum hætti. Þjónusta þess þarf því að vera á eins breiðum grunni og framast er unnt. Þjóðin er einnig afar lánsöm að eiga þess kost að þiggja þjónustuna úr höndum færustu sérfræðinga og vel þjálfaðs starfsfólks. Þeir einstaklingar/pör sem eiga við ófrjósemi að stríða eru meðal þeirra sem þiggja þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Skilgreining á ófrjósemi er þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs. Talið er að 15-20% para á barneignaraldri glími við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ófrjósemi er fyrst og fremst líffræðilegt vandamál enda þótt sálrænir þættir hafi svo sannarlega áhrif. Tilvera, samtök gegn ófrjósemi, voru stofnuð 1989. Hlutverk Tilveru er m.a. að standa við bakið á sjúklingum sem þarfnast tæknifrjóvgunarmeðferðar. Aðeins þeir sem hafa verið og eru í þeirri stöðu að eiga við ófrjósemi að stríða og reynt hafa að eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar vita hversu mikið álag og áhrif það hefur á tilfinninga- og líkamlega líðan. Ef meðferðin skilar ekki árangri eykst álagið oft enn frekar þegar tilfinningar eins og sorg, vonleysi og kvíði gera vart við sig. Hversu mikið erum við sem samfélag tilbúin til að hjálpa þessum hópi og í hverju gæti hjálpin einna helst falist? Fyrir rúmum tveimur árum var tæknifrjóvgunardeildinni á LSH lokað og gerður var samningur við ART Medica um að annast þessa þjónustu. Enda þótt aðilar hafi vafalaust viljað gera góðan samning koma oft veikleikar slíks samkomulags ekki í ljós fyrr en á reynir. Sem dæmi sýndi það sig að í fyrsta samningnum sem gerður var milli ART Medica, LSH og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis var samið um færri glasa/smásjárfrjóvganir en eftirspurn var eftir. Sú hjálp sem mun helst nýtast þeim sem eiga við ófrjósemi að stríða hlýtur fyrst og fremst að lúta að þjónustunni sem þeim stendur til boða eða á að standa til boða. Tæknifrjóvganir eru dýrar og oft er fleiri en einnar meðferðar þörf. Þeir sem eiga rétt á niðurgreiðslu greiða fyrir glasafrjóvgun á bilinu 137.000 til 256.000 krónur eftir því hversu margar meðferðir parið hefur farið í. Kostnaður miðast einnig við hvort parið á eitt eða fleiri börn saman. Heildarkostnaður án niðurgreiðslu er 307.000 krónur. Í lögum um tæknifrjóvgun, 1996 nr. 55, 29. maí, kemur fram í 2. málsgrein 2. greinar að "Heilbrigðisstofnun sem fær leyfi skv. 1. mgr. er skylt að bjóða pörum sem sækja um tæknifrjóvgunarmeðferð faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga". Þessu er ekki sinnt í dag sem skyldi. Ófrjósemi virðist vera vaxandi vandamál. Ástæða þess að um er að ræða vaxandi vandamál er varla hvorki einhlít né einföld. Mörgum finnst auðvelt að setja sig í spor þeirra sem eiga við þennan vanda að stríða jafnvel þótt þeir hafi ekki sjálfir persónulega reynslu af honum. Ég er þeirrar skoðunar að hlúa þurfi betur að þessum einstaklingum. Málefni þeirra eru mér hugleikin og myndi ég gjarnan vilja fá tækifæri til að taka þátt í að finna leiðir sem gætu komið til góða. Hér myndu margir vilja spyrja hvar taka eigi fjármagn til að styðja við bakið á þessum hópi. Í ljósi þess fjárhagsvanda sem heilbrigðiskerfið hefur átt við að glíma má flestum vera ljóst að engin einföld svör blasa við. Áframhaldandi vinna í átt að enn frekari hagræðingar bíður sem fyrr svo þessir sem og aðrir áþekkir munu geta notið góðs af. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar