Sannleikur í stað uppspuna Björn Bjarnason skrifar 18. október 2006 05:00 Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun