Evra eða króna - sjónhverfingar stjórnarflokkanna 19. október 2006 05:00 Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð?
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun