Botninum náð á fasteignamarkaði 29. nóvember 2006 08:15 Síðustu vikur hefur velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu verið að aukast eftir að mjög hægði á í byrjun hausts. Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu. Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki og fólk geti keypt og selt á verði sem það sættir sig við," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings banka, um vísbendingar um aukna veltu á fasteignamarkaði. Hann segir minna máli skipta hvort verð fasteigna hækki eða lækki um nokkur prósent. Snemma hausts segir Ásgeir að menn hafi óttast að stöðnun væri að færast yfir í fasteignasölu, en það sé það ástand sem sé markaðnum einna erfiðast. „En aukin velta er yfirleitt alltaf ávísun á að markaðurinn sé að glæðast á ný." Ásgeir segir fasteignamarkaðinn virðast standa betur en ráð var fyrir gert og telur þrennt einna helst styðja við hann á höfuðborgarsvæðinu. „Í fyrsta lagi fjölgun fólks, miklar launahækkanir og síðast en ekki síst hjöðnun verðbólgu sem hefur í för með sér minni kostnað við að skulda verðtryggð lán. Hins vegar er enn ekki alveg ljóst hvernig þetta þróast því verð hafa ekki hækkað," segir hann og telur verðbólgustigið munu verða ráðandi um þróun verðs á fasteignamarkaði. Þá telur Ásgeir að einnig sé að koma fram mun meiri aðgreining á milli hverfa í borginni en verið hafi. Í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans er áréttað að þótt á síðustu vikum hafi komið fram auknar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af árinu séu þær þó fremur veikar. „Ef horft er á veltu á höfuðborgarsvæðinu má engu að síður gera því skóna að botninum hafi verið náð og að veltan muni halda áfram að þokast upp á við," segir greiningadeildin. Ástæða er þó talin til að búast við einhverju bakslagi í þróunina því sveiflur á fasteignamarkaði hafi verið miklar. Bent er á að fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um fjórðung á milli vikna í síðustu viku og um 40 prósent í vikunni þar á undan. „Tólf vikna meðalvelta síðustu vikna, eða frá því um miðjan september, hefur farið vaxandi, sem rennir einnig stoðum undir það að fasteignamarkaðurinn sé farinn að styrkjast." Í síðustu viku var, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins, þinglýst 176 kaupsamningum á höfðuborgarsvæðinu, þar af 130 um eignir í fjölbýli, 28 um sérbýli og 18 um annars konar eignir. Heildarveltan var 5.185 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,5 milljónir króna. Á sama tíma var sjö kaupsamningum þinglýst á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu.
Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent