Orðheldni skiptir máli 30. nóvember 2006 05:00 Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun