Lausnarorðið er frelsi 17. desember 2006 05:00 Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun