Framlög til LÍN hækkuð 18. desember 2006 06:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Miðað við fjárlög 2006 voru framlög til LÍN hækkuð um 767 m.kr. Framalög úr ríkissjóði til LÍN verða samtals 5.244 m.kr. og hafa aldrei áður verið hærri eða hækkað jafn mikið milli ára. Sjóðurinn stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr og hefur ekki áður átt jafn stóran þátt og nú í að tryggja jafnrétti til náms, að stuðla að samkeppni og árangursríku skólastarfi og þar með innkomu vel menntaðs fólks, alls staðar að úr heiminum, inn á íslenskan vinnumarkað. Það er því dapurlegt að sjá fulltrúa námsmanna koma inn á ritvöllinn og harma niðurskurð á framlögum til LÍN, sbr. málflutning framkvæmdastjóra Stúdentaráðs HÍ hér í blaðinu föstudaginn 15. desember sl. Þeir sem hafa valið þennan fulltrúa til trúnaðarstarfa hafa í það minnsta fengið það staðfest að hann skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum námsmanna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Sem væntanlegur frambjóðandi til Alþingis verður hann í það minnsta Samfylkingunni ekki til sóma. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ vissi þegar hann skrifaði blaðagreinina að hér var ekki um niðurskurð að ræða. Hann vissi að með samþykkt fjárlaga var um útgjaldaaukningu milli ára að ræða og að breytingin við þriðju umræðu var einungis leiðrétting á áætlaðri framlagsþörf. Hann vissi að stærstur hluti útgjaldaaukningarinnar til LÍN var vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins, sem gert var samkomulag um milli fulltrúa stjórnvalda og námsmanna síðastliðið sumar. Hann vissi einnig að með leiðréttingunni var ekki verið að hrófla við 617 m.kr. útgjaldaaukningunni sem samkomulagið gerði ráð fyrir. Leiðréttingin var fyrst og fremst vegna minni fjölgunar lánþega en fyrri áætlun hafði gert ráð fyrir. Lækkunin, sem fulltrúi SHÍ bar á torg, átti því ekkert skilt við niðurskurð. Fyrir ári síðan fjölgaði t.d. lánþegum umfram áætlun og var framlag til sjóðsins þá hækkað umyrðalaust til samræmis við það. Fullt traust milli stjórnar LÍN og fjárveitingarvaldsins á stóran þátt í sterkri fjárhagsstöðu LÍN í dag. Þetta traust byggir meðal annars á því að fjárhagsáætlun sjóðsins sé endurskoðuð vegna ytri breytinga hvort heldur þær leiða til hækkunar eða lækkunar. Afstaðan sem skín í gegnum málflutning framkvæmdastjóra SHÍ er því ekki upp á marga fiska. Það er ekki vitnisburður um vönduð vinnubrögð að vilja halda afgangi vegna ofáætlunar útgjalda og samtímis ekkert vilja vita af vanda sem fylgir því þegar útgjöld hafa verið vanáætluð. Og það sem verra er; afstaða sem þessi grefur undan nauðsynlegu trauti og getur stefnt heildarhagsmunum námsmanna í voða.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar