Að minnsta kosti 600 milljónum hent 28. desember 2006 06:00 Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú um hátíðarnar er rétt að velta fyrir sér gríðarlegri sóun sem stjórnvöld standa fyrir á sama tíma og fjöldi fólks stendur í biðröðum eftir mat og glaðningi, s.s. hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Niðurstaða rannsóknar Hafró gefur til kynna að tæplega 7.500 tonnum af ýsu og þorski sé hent í sjóinn á Íslandsmiðum á árinu 2005. Ég tek þessum niðurstöðum með miklum fyrirvara þar sem ekki er um að ræða neinar beinar mælingar heldur einungis samanburð á samsetningu á lönduðum afla annars vegar og samsetningu á mældum afla í veiðiferðum hins vegar. Ef samsetning var mjög ólík var gert ráð fyrir að um brottkast hefði verið að ræða. Almennt má gera ráð fyrir að minni fiski sé frekar hent en stærri og þess vegna sé rétt að reikna út virði aflans sem hent er út frá verðlagningu á undirmáli á fiskmörkuðum. Útreikningar út frá niðurstöðum Hafró og meðalverði Íslandsmarkaðar á árinu 2005 gefa til kynna að um 600 milljónum króna sé í bókstaflegri merkingu kastað á glæ. Gera má ráð fyrir því að þjóðarbúið sé að verða af tvöfalt hærri upphæð þar sem að við meðhöndlun og vinnslu verður umtalsverður virðisauki. Þessi rannsókn Hafró gefur ótvírætt til kynna að brottkast fari fram og margir telja að um mjög varlega áætlun sé að ræða. Stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á þessari sóun þar sem aflamarkskerfið hvetur beinlínis til þess að minni fiski sé hent og sérstaklega þegar leiga aflaheimilda er hærri en sem nemur verðmæti landaðs undirmálsafla. Í stað þess að breyta kerfinu í átt til meira réttlætis og minnka hvata til brottkasts hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið þveröfuga leið. Í fyrsta lagi hafði Sjálfstæðisflokkurinn forgöngu um að leggja af sóknarmarkskerfi sem minnstu trillurnar voru í og setja þær inn í alræmt aflamarkskerfi. Það var gert þrátt fyrir að reynsla Færeyinga sýndi að ekkert brottkast færi fram ef veiðum væri stjórnað með sóknarmarkskerfi. Í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að koma á gríðarlega kostnaðarsömu opinberu eftirliti með óréttlátu og árangurslausu fiskveiðistjórnarkerfi og er kostnaðurinn við að hafa eftirlit með sjómönnum vel á annan milljarð króna árlega. Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað lagt fram leiðir til þess að koma á árangursríkari og réttlátari stjórnun á fiskveiðum landsmanna og taka í burtu alla hvata til brottkasts með því að koma á sóknardagakerfi. Núverandi kerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur beðið skipbrot þar sem það hvetur til sóunar og byggðaflótta og það er löngu orðið tímabært að það verði tekið til rækilegrar endurskoðunar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun