Raunsætt frjálslyndi Sigurjón Þórðarson skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Sjá meira
Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar