Er Gamli sáttmáli enn í gildi? 8. mars 2007 05:00 Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar