Milljón krónur á fjölskyldu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. apríl 2007 05:00 Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði nýlega frá rannsóknum Þóru Helgadóttur, hagfræðings í greiningardeild Kaupþings. Niðurstaða hennar var að verðbólgan á síðasta ári hefði orðið 7% í stað 8,5% vegna þess að útlendingar fengust til starfa eftir þörfum í hinni miklu þenslu sem var í hagkerfinu. Taldi Þóra að venjulegt heimili hefði sparað um 300 þús. kr. í lægri útgjöldum sem væri þá ávinningur landsmanna. Kenning hennar er að nægt framboð af vinnuafli hafi haldið aftur af hækkun launa. Þess vegna varð lægri verðbólga þrátt fyrir þensluna í efnahagslífinu. Séstaka athygli mína vekur að Þóra Helgadóttir segir að greina megi vísbendingar í þá veru að erlent vinnuafl sé að þiggja lægri laun en innlent og bendir á að launakostnaður í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hafi lækkað á árinu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands öfugt við þróunina í öðrum greinum, en það séu einmitt þau störf sem erlent vinnuafl hefur að mestu fyllt. Þóra upplýsir að gögn bæði frá Svíþjóð og Bretlandi sýni fram á að tekjur innflytjenda séu almennt lægri en innlendra aðila. Þessi þróun, sýnist mér, getur ekki leitt annað af sér en stéttskipt þjóðfélag þar sem útlendingar hafa lægri tekjur og innlendir nota þá til þess að lækka útgjöld sín. En það er önnur hlið á peningnum. Verðbólgan varð 7% í stað 2,5% sem að var stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum gerði það að verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu hrint í framkvæmt öllum þeim framkvæmdum sem hugurinn girnt-ist. Ef skort hefði vinnufúsar hendur hefði orðið að fresta eða seinka verulegum framkvæmdum, þar með minni þensla, þar með minni verðbólga. Miðað við útreikninga Þóru hefði ávinningur meðalheimilisins af minni þenslu og aðeins 2,5% verðbólgu því líklega numið um 1 milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni. Því gleymdu Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar