Ráðalaus sjávarútvegsráðherra Sigurjón Þórðarson skrifar 15. júní 2007 06:00 Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun