Réttlæting á mistökum Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júlí 2007 06:00 Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er. Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um það hvers vegna ekki hefur gengið sem skyldi þrátt fyrir að þjóðin hafi fært miklar fórnir í formi minni afla, minni verðmæta og mikillar byggðaröskunar. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins og þeir sérfræðingar sem ráða för halda því fram að ástæðan fyrir árangursleysinu sé að fyrirrennarar Einars Kristins Guðfinnssonar og samflokksmenn hafi ekki farið að ráðgjöf Hafró. Þessar fullyrðingar eru endurteknar í sífellu þótt enginn hafi mótmælt þeirri staðreynd að stjórnvöld hafa á síðustu 10 árum farið 94,5% að ráðgjöfinni, sem er innan skekkjumarka. Það sem er átakanlegt við stöðu mála er að veigamikil líffræðileg rök styðja að grundvöllur núverandi stýringar sé veikur og standist ekki gagnrýna skoðun. Helsta haldreipi og rökstuðningur stjórnmálamanna, s.s. líffræðingsins Össurar Skarphéðinssonar, fyrir því að fylgja eigi ráðgjöf Hafró er ný skýrsla Hagfræðistofnunar um aflareglu fyrir þorskinn. Hvað yrði sagt ef helstu líffræðileg rök fyrir nýtingu annarra villtra dýrastofna, s.s. rjúpunnar og gæsarinnar, væru skýrslur Hagfræðistofnunar? Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt eina krónu í að ganga úr skugga um hvort gagnrýnin á núverandi stjórnun sé rétt og hvort þær kenningar og aðferðir sem unnið hefur verið með í tvo áratugi án árangurs séu ekki vænlegar til árangurs. Ef allt væri með felldu myndu bæði sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson reyna eftir öllum leiðum að komast hjá því að ganga svo hart gegn sjómönnum og sjávarbyggðum landsins. Þau rök sem heyrst hafa að þjóðin sé núna í færum til að standa af sér erfiðleikatímabil eru haldlaus gagnvart þeim einstaklingum sem hafa lagt mikið undir til að hafa lífsviðurværi sitt af sjósókn. Það er engu líkara en að kerfið og stjórnvöld séu í ákveðinni sjálfheldu og vilji alls ekki leitast við að komast út úr þeim ógöngum sem stjórn fiskveiða er komin í en með því væru sérfræðingar og stjórnmálamenn að einhverju marki að viðurkenna að fórnir liðinna ára hefðu verið færðar til einskis. Sérfræðingar og stjórnmálamenn þyrftu að kyngja því að hafa haft rangt fyrir sér en gætu þá vonandi huggað sig við að hafa unnið eftir bestu samvisku. Ég geri þá siðferðilegu kröfu til sjávarútvegs- og byggðamálaráðherra að ganga úr skugga um að mögulegt sé að fara vægari leiðir en að beita þeim harkalega niðurskurði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa boðað gegn sjávarbyggðum landsins. Hingað til hefur veigamiklum rökum verið svarað með þögn og þumbarahætti, og ekki einni krónu hefur verið varið til rannsókna sem gætu leitt í ljós að þær kenningar sem unnið hefur verið með væru byggðar á sandi. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar