Í skuld við Afríku Stefán Jón Hafstein skrifar 29. júlí 2007 00:01 Heimurinn horfir öðruvísi við þegar maður skoðar hann úr suðri. Ekki aðeins stjörnubjartur himinninn yfir eyðimörkum Afríku heldur líka stjörnum prýddur fundarsalur helstu leiðtoga heims. Þeir vita kannski, að engin heimsálfa hefur lagt minna til mengunar sem leiðir til loftslagsbreytinga af mannavöldum en Afríka. Og engin heimsálfa mun fara verr út úr afleiðingum vaxandi hita á jörð en einmitt Afríka. Það er von að hér niðurfrá séu farnar að hljóma raddir um skaðabætur. Þær heyrast reyndar líka á Grænlandi þar sem ísinn bráðnar; frumbyggjar landsins hafa sannarlega ekki staðið fyrir menguninni sem veldur. Er 2007 merkisár?Ég held að árið 2007 sé nú þegar orðið merkisár í sögu heims. Grundvallarbreyting í viðhorfum leiðtoga ríkustu ríkjanna hafi loks náð að skjóta rótum. Á leiðtogafundi G8-ríkjanna fyrir nokkrum vikum kom þetta skýrt fram þegar íhaldsleiðtogi Þýskalands fór í fararbroddi þeirra sem reyndu að fá George W. Bush til að horfast í augu við staðreyndir: Vestrænir lífshættir verða að breytast. Nýr utanríkisráðherra Breta orðaði það svo: "Heimsbyggðin öll getur ekki vænst þess að búa við jafn góð lífskjör og Bretar, við þyrftum þrjár Jarðir til að standa undir því." Þetta er játning sem hefur ýmsan hljóm. Heima fyrir merkir hún í hugum margra að nú verði fólk að nota sparperur, fækka bílferðum, borga mengunarskatt. Í besta falli smávægileg óþægindi. Í Afríku hljómar þetta svo: Við þessi ríku höfum ákveðið að þið hin megið ekki hafa það jafn gott og við. Kínverjar og Indverjar hrista bara hausinn og keyra á fullri ferð inn iðnvæðingu með ótrúlegri mengun og afráni auðlinda. Í Afríku eiga menn ekki þann kost. Það er því von að dálkahöfundar og hörðustu stjórnmálamennirnir segi: Enn eitt samsærið gegn Afríku! Þið skuldið! Viðhorfsbreyting jafngildir ekki aðgerðumViðhorfsbreyting helstu leiðtoga iðnríkja á langan aðdraganda. Kenningar um þróun eiga rót að rekja til þess markmiðs að lyfta fátækum ríkjum á sama framleiðslu- og neyslustig og Vesturveldin njóta. Eftir þessu markmiði starfaði Alþjóðbankinn lengstum. iðsnúningurinn í viðhorfum og ræðu manna er því algjör þegar viðurkennt er að "þróunarstig" Vesturvelda sé í raun á yfirdrætti. Það þýðir samt því miður ekki aðgerðir strax. Fyrir tveimur árum komu leiðtogar sömu ríkja saman í Gleneagles í Skotlandi og lofuðu undir forystu Tonys Blair risavöxnum skrefum fyrir Afríku. Ekki hefur verið staðið við helminginn af því. Nýleg skýrsla sýnir að "Þúsaldarmarkmiðum" Sameinuðu þjóðanna í baráttu gegn fátækt, menntunarskorti og sjúkdómum verður ekki náð með sama áframhaldi. Jörðin séð úr suðriÍ þessu samhengi verður örvænting margra í Afríku enn skiljanlegri og kaldhæðnin í orðum leiðtoga iðnríkja enn meiri. Meðan Vesturlandabúar rífast um óþægindin af því að „skerða" mengunarkvóta sinn deyja börn í Afríku úr hungri og sjúkdómum. Hér þarf rafmagn fyrir sjúkrahús sem enn eru ekki til. Meðan einkabílar Evrópu og Ameríku eru auglýstir „grænir" vantar vegi og brýr um alla Afríku til að bændur komi vörum á markað og lifi af. Verksmiðjur í Evrópu og Asíu búa sér til losunarkvóta til sölu með því að menga minna en áður, en í Afríku þar sem mjög lítið er um slíkar verksmiðjur er möguleikinn einfaldlega ekki fyrir hendi. Hins vegar munu loftslagsbreytingar af mannavöldum gera 600 þúsund ferkílómetra af ræktanlegu landi í Afríku að eyðimörk á 20 árum. Sérstakt ráð Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga telur að matvælaframleiðslu verði alvarlega ógnað, áhrifin verða víðtæk og óviðráðanleg fyrir þá íbúa jarðar sem veikastir standa fyrir. Og hafa minnst lagt af mörkum til að valda þeim vanda sem mannkyn glímir við. Ef maður færi með þetta vandamál inn í 10 ára bekk til úrlausnar grunar mig að Salómonsdómurinn kæmi fljótt: Við verðum að mætast á miðri leið. Í flóknum heimi alvörunnar útfærist þetta þannig að ekkert átak gegn mengun á lofthjúpi jarðar fái staðist án þess að ráðist sé gegn fátækt samtímis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Heimurinn horfir öðruvísi við þegar maður skoðar hann úr suðri. Ekki aðeins stjörnubjartur himinninn yfir eyðimörkum Afríku heldur líka stjörnum prýddur fundarsalur helstu leiðtoga heims. Þeir vita kannski, að engin heimsálfa hefur lagt minna til mengunar sem leiðir til loftslagsbreytinga af mannavöldum en Afríka. Og engin heimsálfa mun fara verr út úr afleiðingum vaxandi hita á jörð en einmitt Afríka. Það er von að hér niðurfrá séu farnar að hljóma raddir um skaðabætur. Þær heyrast reyndar líka á Grænlandi þar sem ísinn bráðnar; frumbyggjar landsins hafa sannarlega ekki staðið fyrir menguninni sem veldur. Er 2007 merkisár?Ég held að árið 2007 sé nú þegar orðið merkisár í sögu heims. Grundvallarbreyting í viðhorfum leiðtoga ríkustu ríkjanna hafi loks náð að skjóta rótum. Á leiðtogafundi G8-ríkjanna fyrir nokkrum vikum kom þetta skýrt fram þegar íhaldsleiðtogi Þýskalands fór í fararbroddi þeirra sem reyndu að fá George W. Bush til að horfast í augu við staðreyndir: Vestrænir lífshættir verða að breytast. Nýr utanríkisráðherra Breta orðaði það svo: "Heimsbyggðin öll getur ekki vænst þess að búa við jafn góð lífskjör og Bretar, við þyrftum þrjár Jarðir til að standa undir því." Þetta er játning sem hefur ýmsan hljóm. Heima fyrir merkir hún í hugum margra að nú verði fólk að nota sparperur, fækka bílferðum, borga mengunarskatt. Í besta falli smávægileg óþægindi. Í Afríku hljómar þetta svo: Við þessi ríku höfum ákveðið að þið hin megið ekki hafa það jafn gott og við. Kínverjar og Indverjar hrista bara hausinn og keyra á fullri ferð inn iðnvæðingu með ótrúlegri mengun og afráni auðlinda. Í Afríku eiga menn ekki þann kost. Það er því von að dálkahöfundar og hörðustu stjórnmálamennirnir segi: Enn eitt samsærið gegn Afríku! Þið skuldið! Viðhorfsbreyting jafngildir ekki aðgerðumViðhorfsbreyting helstu leiðtoga iðnríkja á langan aðdraganda. Kenningar um þróun eiga rót að rekja til þess markmiðs að lyfta fátækum ríkjum á sama framleiðslu- og neyslustig og Vesturveldin njóta. Eftir þessu markmiði starfaði Alþjóðbankinn lengstum. iðsnúningurinn í viðhorfum og ræðu manna er því algjör þegar viðurkennt er að "þróunarstig" Vesturvelda sé í raun á yfirdrætti. Það þýðir samt því miður ekki aðgerðir strax. Fyrir tveimur árum komu leiðtogar sömu ríkja saman í Gleneagles í Skotlandi og lofuðu undir forystu Tonys Blair risavöxnum skrefum fyrir Afríku. Ekki hefur verið staðið við helminginn af því. Nýleg skýrsla sýnir að "Þúsaldarmarkmiðum" Sameinuðu þjóðanna í baráttu gegn fátækt, menntunarskorti og sjúkdómum verður ekki náð með sama áframhaldi. Jörðin séð úr suðriÍ þessu samhengi verður örvænting margra í Afríku enn skiljanlegri og kaldhæðnin í orðum leiðtoga iðnríkja enn meiri. Meðan Vesturlandabúar rífast um óþægindin af því að „skerða" mengunarkvóta sinn deyja börn í Afríku úr hungri og sjúkdómum. Hér þarf rafmagn fyrir sjúkrahús sem enn eru ekki til. Meðan einkabílar Evrópu og Ameríku eru auglýstir „grænir" vantar vegi og brýr um alla Afríku til að bændur komi vörum á markað og lifi af. Verksmiðjur í Evrópu og Asíu búa sér til losunarkvóta til sölu með því að menga minna en áður, en í Afríku þar sem mjög lítið er um slíkar verksmiðjur er möguleikinn einfaldlega ekki fyrir hendi. Hins vegar munu loftslagsbreytingar af mannavöldum gera 600 þúsund ferkílómetra af ræktanlegu landi í Afríku að eyðimörk á 20 árum. Sérstakt ráð Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga telur að matvælaframleiðslu verði alvarlega ógnað, áhrifin verða víðtæk og óviðráðanleg fyrir þá íbúa jarðar sem veikastir standa fyrir. Og hafa minnst lagt af mörkum til að valda þeim vanda sem mannkyn glímir við. Ef maður færi með þetta vandamál inn í 10 ára bekk til úrlausnar grunar mig að Salómonsdómurinn kæmi fljótt: Við verðum að mætast á miðri leið. Í flóknum heimi alvörunnar útfærist þetta þannig að ekkert átak gegn mengun á lofthjúpi jarðar fái staðist án þess að ráðist sé gegn fátækt samtímis.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar