Starfmannaekla í leik og grunnskólum 18. ágúst 2007 06:30 Sú staða sem upp er komin vegna manneklu bæði á leikskólum og í grunnskólum borgarinnar kallar á tafarlausar aðgerðir borgaryfirvalda. Nauðsynlegt er að halda góðri samstöðu meðal þeirra starfsmanna sem þegar eru við störf og tryggja nauðsynlega þjónustu. Villandi umræða hefur verið í fjölmiðlum í kjölfar samþykktar Leikskólaráðs um álagsgreiðslur vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Ég, sem talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum leikskóla, vil taka fram að ekki er minnst á það í samþykkt leikskólaráðs að einungis þeir leikskólar sem hafi úr afgangi á fjárhagsáætlun að spila geti nýtt sér álagsgreiðslurnar. Sú túlkun er höfð eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, sviðstjóra leikskólasviðs Reykjavíkur á Mbl.is að fundinum loknum. Það hlýtur að vera það álag sem skapast á leikskóla sem ákvarðar álagsgreiðslurnar, ekki hvort viðkomandi skóli á rekstrarafgang eða ekki. Það að halda úti fullri starfsemi leikskóla í viðvarandi manneklu er mjög kostnaðarsamt, til dæmis vegna yfirvinnu og meiri afleysinga. Því er ekkert samasem-merki milli þess að leikskóli eigi við manneklu að stríða og að hann eigi afgang af fjárveitingu. Á leikskólum Reykjavíkur er hátt í 60% starfsfólks ekki með leikskólakennaramenntun. Það starfsfólk á stóran þátt í því að að halda úti frábæru starfi leikskólanna og er ómetanlegt. Því starfsfólki verður einnig að umbuna á álagstímum en Samfylkingin fylgdi þessu eftir með fyrirspurn í borgarráði daginn eftir fund leikskólaráðs.Í stjórn ÍTR á föstudag lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, um að því verði beint til starfshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í skólum og frístundaheimilum að kannaður verði sá möguleiki að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki. Greiðslur námsstyrkja gætu verið í lok vetrar, þegar starfsmaður hefur bæði unnið veturinn á frístundaheimilinu og lokið námsönn. Með þessu væri bæði farin ný og uppbyggileg leið í að laða að starfsfólk auk þess sem stöðugleiki í starfi frístundaheimilanna yfir veturinn væri enn frekar tryggður. Hugsanlegt era að nýta þessa leið einnig á leikskólunum og laða þannig námsmenn í hlutastörf t.d. í svokallaðar skilastöður seinnipart dags. Samfylkingin lítur svo á að skólar, hvort sem er leik- eða grunnskólar séu grunnstoðir samfélagsins. Borgaryfirvöldum ber að leysa þann brýna vanda sem nú hefur skapast með öllum tiltækum ráðum, í sátt við þá sem þar starfa og án þess að þjónustuskerðing bitni á börnunum í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sú staða sem upp er komin vegna manneklu bæði á leikskólum og í grunnskólum borgarinnar kallar á tafarlausar aðgerðir borgaryfirvalda. Nauðsynlegt er að halda góðri samstöðu meðal þeirra starfsmanna sem þegar eru við störf og tryggja nauðsynlega þjónustu. Villandi umræða hefur verið í fjölmiðlum í kjölfar samþykktar Leikskólaráðs um álagsgreiðslur vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Ég, sem talsmaður Samfylkingarinnar í málefnum leikskóla, vil taka fram að ekki er minnst á það í samþykkt leikskólaráðs að einungis þeir leikskólar sem hafi úr afgangi á fjárhagsáætlun að spila geti nýtt sér álagsgreiðslurnar. Sú túlkun er höfð eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, sviðstjóra leikskólasviðs Reykjavíkur á Mbl.is að fundinum loknum. Það hlýtur að vera það álag sem skapast á leikskóla sem ákvarðar álagsgreiðslurnar, ekki hvort viðkomandi skóli á rekstrarafgang eða ekki. Það að halda úti fullri starfsemi leikskóla í viðvarandi manneklu er mjög kostnaðarsamt, til dæmis vegna yfirvinnu og meiri afleysinga. Því er ekkert samasem-merki milli þess að leikskóli eigi við manneklu að stríða og að hann eigi afgang af fjárveitingu. Á leikskólum Reykjavíkur er hátt í 60% starfsfólks ekki með leikskólakennaramenntun. Það starfsfólk á stóran þátt í því að að halda úti frábæru starfi leikskólanna og er ómetanlegt. Því starfsfólki verður einnig að umbuna á álagstímum en Samfylkingin fylgdi þessu eftir með fyrirspurn í borgarráði daginn eftir fund leikskólaráðs.Í stjórn ÍTR á föstudag lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, um að því verði beint til starfshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í skólum og frístundaheimilum að kannaður verði sá möguleiki að greiða námsmönnum við störf á frístundaheimilum námsstyrki. Greiðslur námsstyrkja gætu verið í lok vetrar, þegar starfsmaður hefur bæði unnið veturinn á frístundaheimilinu og lokið námsönn. Með þessu væri bæði farin ný og uppbyggileg leið í að laða að starfsfólk auk þess sem stöðugleiki í starfi frístundaheimilanna yfir veturinn væri enn frekar tryggður. Hugsanlegt era að nýta þessa leið einnig á leikskólunum og laða þannig námsmenn í hlutastörf t.d. í svokallaðar skilastöður seinnipart dags. Samfylkingin lítur svo á að skólar, hvort sem er leik- eða grunnskólar séu grunnstoðir samfélagsins. Borgaryfirvöldum ber að leysa þann brýna vanda sem nú hefur skapast með öllum tiltækum ráðum, í sátt við þá sem þar starfa og án þess að þjónustuskerðing bitni á börnunum í borginni.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar..
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun