Stefán stöðvaði slagsmál liðsfélaga sinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2007 11:25 Stefán Gíslason í leik með Lyn í norsku deildinni fyrr í sumar, rétt áður en hann gekk til liðs við Bröndby. Mynd/Scanpix Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu