Berjumst gegn ofbeldi á konum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. október 2008 08:00 Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun