Óvænt útspil Framsóknar Einar K. Guðfinnsson skrifar 22. júlí 2008 16:35 Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er hinn nýi, alltaf-á-móti flokkur. Dæmi: Tímabundin ráðning Tryggva Þórs Herbertssonar til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum hefur almennt mælst vel fyrir. Nema hjá Framsóknarflokknum. Þó Guðni Ágústsson formaður flokksins og Valgerður Sverrissdóttir varaformaður hans séu ekki samstíga um margt í stefnu flokksins, sameinast þau þó í neikvæðum viðbrögðum við ráðningu Tryggva Þórs. En eins og kunnugt er er Tryggvi virtur hagfræðingur hérlendis og erlendis og skrifaði mjög mikilvæga skýrslu um íslensk efnahagsmál ásamt Frederich Mishkin, heimsþekktum hagfræðingi. Viðbrögð framsóknarforystunnar eru býsna sérstæð. Þannig segir Guðni ráðninguna vera ástæðulausa vegna þess að svo margir hagfræðingar vinni í stofnunum hins opinbera! Ekki fannst Steingrími Hermannssyni þetta þegar hann var formaður flokksins. En um Steingrím segir í opinberri söguskýringu Framsóknarflokksins: „Hann vann afrek í sinni tíð sem enginn hefur leikið eftir." Nýlega heiðruðu framsóknarmenn Steingrím í tilefni af áttræðisafmælinu. Þá var rifjað upp hve mikla áherslu hann lagði á að hafa efnahagsráðgjafa sér við hlið í forsætisráðuneytinu. Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi, gerði þetta einmitt að umtalsefni og sagðist hafa verið á förum úr starfi sínu í forsætisráðuneytinu árið 1983, þegar Steingrímur bað hann um að vera áfram. Á þeim tíma voru, líkt og nú, margir hagfræðingar starfandi í Hagstofunni, Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun. Ráðning efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið hefur hingað til ekki verið tilefni til pólitísks naggs, fyrr en nú að forystumenn Framsóknar hefja það. Hins vegar blasir við að gagnrýni framsóknarforystunnar, eins og hún er sett fram, hittir helst fyrir þann mann sem í sögubókum Framsóknar er sagður hafa unnið afrek sem enginn hefur leikið eftir og sem núverandi formaður Framsóknarflokksins vitnar oftast til og af mestri velþóknun. Valgerður og Guðni hafa sem sagt enn þann eiginleika að koma manni á óvart með því að slæma á þann mann höggi sem maður reiknaði síst með. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun