Þroskaðri evruumræða Þórlindur Kjartansson skrifar 18. júlí 2008 06:00 Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun