Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum 20. nóvember 2008 09:57 Unnið af kappi í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Fall á bandarískum og asískum mörkuðum smituðu út frá sér til evrópu í dag en gengi hlutabréfa féll almennt, sérstaklega bréf fjármálafyrirtækja. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að fjárfestar óttist frekari afskriftir afjármálafyrirtækja og að aðstæður í efnahagsmálum á alþjóðavísu setji skarð í afkomu fyrirtækja. Inn í þróun mála spilar sömuleiðis hagspá bandaríska seðlabankans sem dregur upp dökka mynd af næstu misserum. Spáð er minni hagvexti vestanhafs en reiknað hafði verið með og atvinnuleysi umfram spár, eða á bilinu 7,1 til 7,9 prósent á næsta ári. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,95 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,29 prósent. Þá hefur lækkun sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags. Mest er fallið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku, eða 3,84 prósent, en minnst í Stokkhólmi., 2,65 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fall á bandarískum og asískum mörkuðum smituðu út frá sér til evrópu í dag en gengi hlutabréfa féll almennt, sérstaklega bréf fjármálafyrirtækja. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að fjárfestar óttist frekari afskriftir afjármálafyrirtækja og að aðstæður í efnahagsmálum á alþjóðavísu setji skarð í afkomu fyrirtækja. Inn í þróun mála spilar sömuleiðis hagspá bandaríska seðlabankans sem dregur upp dökka mynd af næstu misserum. Spáð er minni hagvexti vestanhafs en reiknað hafði verið með og atvinnuleysi umfram spár, eða á bilinu 7,1 til 7,9 prósent á næsta ári. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,95 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,29 prósent. Þá hefur lækkun sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags. Mest er fallið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku, eða 3,84 prósent, en minnst í Stokkhólmi., 2,65 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira