Með öfugt ennisband og varasalva í sokknum 22. desember 2008 13:52 Rondo keyrir hér framhjá nýliðanum Derrick Rose hjá Chicago NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Leikstjórnandinn Rajon Rondo hjá Boston Celtics er á sínu þriðja ári í NBA deildinni og hefur aldrei leikið betur. Boston jafnaði í nótt félagsmet með því að vinna 18. leik sinn í röð og þar átti Rondo enn einn stjörnuleikinn. Það er ekki síst fyrir tilstilli þessa skemmtilega bakvarðar að meistalið Boston virðist sterkara en nokkru sinni fyrr. Rondo var stigahæstur hjá Boston í sigri á New York í nótt þegar hann skoraði 26 stig og var með ótrúlega hittni - setti niður 12 af 14 skotum. Boston náði fljótlega 23 stiga forystu í leiknum en New York náði að minnka hana niður í sex stig í síðari hálfleiknum. Þá tók Rondo til sinna ráða og setti niður níu skot í röð í þriðja leikhlutanum. Frábær tölfræði Rondo er í 19. sæti yfir bestu nýtinguna í deildinni og hefur hitt úr tæplega 54% skota sinna. Það er langbesta nýting bakvarðar í deildinni enda koma flest stig hans úr sniðskotum eftir gegnumbrot. Hann er ekki sérlega góður í langskotunum, en bætir það upp með því að vera mikill boltaþjófur og hörkufrákastari á miðað við stærð (185 cm). Hann er í öðru sæti í NBA í stolnum boltum (2,4 í leik) og áttunda sæti í stoðsendingum (7,5). Þá náði Rondo sinni fyrstu þreföldu tvennu í byrjun desember þegar hann skoraði 16 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 14 fráköst í sigri Boston á Indiana. Sérvitringur Rondo er líka hjátrúarfullur sérvitringur og á sér nokkra einkennilega siði. Hann snýr til að mynda ennisbandi sínu öfugt í leikjum og spilar alltaf með túpu af varasalva í sokknum. "Ég sneri ennisbandinu óvart öfugt í leik þegar ég var á fyrsta ári og spilaði þá vel, svo ég hef haldið því síðan," sagði Rondo í samtali við ESPN. En hvað er málið með varasalvann? "Varnirnar á mér þorna þegar ég er að spila. Svo hefur mér gengið vel síðan ég byrjaði að bera á mér varasalva. Nokkrir mótherjar mínir hafa strítt mér á þessu, þannig að það er ljóst að þetta er farið að spyrjast út. Ætli viti þetta ekki allir núna," sagði hinn hægláti Rondo.Rondo í stjörnuleikinn? Nafn: Rajon RondoAldur: 22 áraStaða: LeikstjórnandiLið: Boston CelticsHáskóli: KentuckyHæð: 185 cmÞyngd: 77,6 kgTölfræðin:Stig: 11,3Stoðsendingar: 7,5Fráköst: 5,0Stolnir: 2,4Skotnýting: 54%Boston-liðið hefur unnið 26 af fyrstu 28 leikjum sínum í vetur og virðist með sama áframhaldi ekki ætla að láta titilinn sem það vann í sumar af hendi á næsta ári.Það er ekki síst fyrir ört vaxandi leik Rondo sem Boston hefur gengið svona vel í vetur og nú er svo komið að mikið er talað um að hann verði valinn í stjörnuliðið í febrúar."Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það. Það er talað dálítið um það, en því fleiri leiki sem við vinnum, því meira legg ég á mig til að reyna að komast í stjörnuliðið," sagði Rondo.Risaleikur á jóladagÍslendingum gefst enn og aftur tækifæri til að sjá Rondo og félaga spila klukkan 22 á jóladagskvöld, en þá verður einn af leikjum ársins í NBA sýndur beint á Stöð 2 Sport þegar Boston sækir LA Lakers heim í endurtekningu á úrslitaeinvíginu í sumar.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira