2.000 krónur á hvert mannsbarn í heimi 14. apríl 2009 06:00 Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur fengið að láni er gríðarlega há, 13 þúsund milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarðar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir. Það er augljóst að þessir peningar komu ekki nema að litlu leyti til Íslands enda væru annars allar götur hér úr marmara og ljósastaurar úr gulli. Ábyrgð þeirra sem veittu þessi lán er ekki minni en þeirra sem tóku þau. Íslenska þjóðin getur hvorki ábyrgst þessar skuldir né verið sett fram sem veð fyrir þeim. Þegar þjóð er komin í þá stöðu sem Ísland er komið í verða menn að staldra við, fara yfir stöðuna og leggja á það kalt mat hvað við getum greitt, hvað við eigum að greiða og hvernig við eigum að gera það. Ekki er hægt að ætlast til þess að þjóðin framkvæmi hluti sem eru óframkvæmanlegir og því blasir við að við verðum að gera skuldunautum okkar það ljóst af auðmýkt. Lunginn af íslenskum stjórnmálamönnum sem nú bjóða sig fram til að leysa úr vanda þjóðarinnar virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem blasir við þjóðinni við að stoppa í 150 milljarða gat sem orsakað er að mestum hluta af gríðarlegum vaxtagreiðslum og tekjusamdrætti ríkisins. Í eldhúsdagsumræðu kom fram ein tillaga frá Samfylkingunni, þ.e. að ganga í Evrópusambandið, en VG og Sjálfstæðisflokkur slógu um sig með frösum á borð við „við leysum þetta mál" og „við förum í gegnum þetta saman". Allur tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja er 120 milljarðar og þótt hann sé tvöfaldaður dugir það ekki til að stoppa í fjárlagagatið. Frjálslyndi flokkurinn kom einn fram með beinar tillögur um að auka tekjur með aukningu þorskveiða um 100.000 tonn sem gæfi þjóðarbúinu tugi milljarða í beinhörðum gjaldeyri. Frjálslyndi flokkurinn leggur sömuleiðis til lækkun vaxta og afnám verðtryggingar frá og með síðustu áramótum. Skattatillögur Samfylkingar og Vinstri grænna eru athyglisverðar, á hverja þær eiga að leggjast og hverju þær eiga að bjarga. Þrátt fyrir að skattar yrðu hækkaðir hér upp úr öllu valdi duga skattahækkanir aldrei til þess að stoppa upp í nema pínulítinn hluta gatsins. Engin leið er að ná sköttum inn í ríkissjóð sem einhverju nemi nema hann lendi á millitekjufólki. Er það ekki einmitt fólkið sem átti að slá skjaldborg um? Þá vitum við hvernig það er gert ¿ með aukinni skattheimtu. Eina leiðin til að komast út úr þessari stöðu er að framleiða sig út úr henni. Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni og aðhaldssemi dugar heldur ekki til að loka 150 milljarða gati. Aukin skattheimta dregur þess utan mátt úr atvinnulífinu sem það má alls ekki við. Hér þarf að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi og skapa henni skilyrði. Það gengur ekki að hér fari hundruð manns á atvinnuleysisskrá á dag. Þessu verður ekki breytt nema með almennum aðgerðum, stöðugleika í gjaldmiðlinum og miklu lægri vöxtum. Þetta vita allir og viðurkenna, en síðasta vaxtalækkun sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld eru hvorki að hugsa um hag heimila né fyrirtækja í landinu. Nær allar aðrar þjóðir eru komnar með stýrivexti upp á 0-2% en við erum enn með 15,5% stýrivexti, væntanlega þá til þess að slá á þenslu! Höfundur er í öðru sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur fengið að láni er gríðarlega há, 13 þúsund milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarðar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir. Það er augljóst að þessir peningar komu ekki nema að litlu leyti til Íslands enda væru annars allar götur hér úr marmara og ljósastaurar úr gulli. Ábyrgð þeirra sem veittu þessi lán er ekki minni en þeirra sem tóku þau. Íslenska þjóðin getur hvorki ábyrgst þessar skuldir né verið sett fram sem veð fyrir þeim. Þegar þjóð er komin í þá stöðu sem Ísland er komið í verða menn að staldra við, fara yfir stöðuna og leggja á það kalt mat hvað við getum greitt, hvað við eigum að greiða og hvernig við eigum að gera það. Ekki er hægt að ætlast til þess að þjóðin framkvæmi hluti sem eru óframkvæmanlegir og því blasir við að við verðum að gera skuldunautum okkar það ljóst af auðmýkt. Lunginn af íslenskum stjórnmálamönnum sem nú bjóða sig fram til að leysa úr vanda þjóðarinnar virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem blasir við þjóðinni við að stoppa í 150 milljarða gat sem orsakað er að mestum hluta af gríðarlegum vaxtagreiðslum og tekjusamdrætti ríkisins. Í eldhúsdagsumræðu kom fram ein tillaga frá Samfylkingunni, þ.e. að ganga í Evrópusambandið, en VG og Sjálfstæðisflokkur slógu um sig með frösum á borð við „við leysum þetta mál" og „við förum í gegnum þetta saman". Allur tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja er 120 milljarðar og þótt hann sé tvöfaldaður dugir það ekki til að stoppa í fjárlagagatið. Frjálslyndi flokkurinn kom einn fram með beinar tillögur um að auka tekjur með aukningu þorskveiða um 100.000 tonn sem gæfi þjóðarbúinu tugi milljarða í beinhörðum gjaldeyri. Frjálslyndi flokkurinn leggur sömuleiðis til lækkun vaxta og afnám verðtryggingar frá og með síðustu áramótum. Skattatillögur Samfylkingar og Vinstri grænna eru athyglisverðar, á hverja þær eiga að leggjast og hverju þær eiga að bjarga. Þrátt fyrir að skattar yrðu hækkaðir hér upp úr öllu valdi duga skattahækkanir aldrei til þess að stoppa upp í nema pínulítinn hluta gatsins. Engin leið er að ná sköttum inn í ríkissjóð sem einhverju nemi nema hann lendi á millitekjufólki. Er það ekki einmitt fólkið sem átti að slá skjaldborg um? Þá vitum við hvernig það er gert ¿ með aukinni skattheimtu. Eina leiðin til að komast út úr þessari stöðu er að framleiða sig út úr henni. Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni og aðhaldssemi dugar heldur ekki til að loka 150 milljarða gati. Aukin skattheimta dregur þess utan mátt úr atvinnulífinu sem það má alls ekki við. Hér þarf að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi og skapa henni skilyrði. Það gengur ekki að hér fari hundruð manns á atvinnuleysisskrá á dag. Þessu verður ekki breytt nema með almennum aðgerðum, stöðugleika í gjaldmiðlinum og miklu lægri vöxtum. Þetta vita allir og viðurkenna, en síðasta vaxtalækkun sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld eru hvorki að hugsa um hag heimila né fyrirtækja í landinu. Nær allar aðrar þjóðir eru komnar með stýrivexti upp á 0-2% en við erum enn með 15,5% stýrivexti, væntanlega þá til þess að slá á þenslu! Höfundur er í öðru sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun