Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2009 11:00 Dwight Howard og félagar settust snemma á bekkinn í öruggum sigri á Cleveland. Mynd/GettyImages Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira