KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 18:06 Hildur Sigurðardóttir hampar sigurlaununum í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Stefán Borgþórsson KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7 Dominos-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7
Dominos-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira