Jón Halldór: Rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 22:21 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum