LeBron James talinn líklegastur 12. apríl 2009 08:45 LeBron James hefur verið stórkostlegur með Cleveland í vetur Nordic Photos/Getty Images Nú eru blaðamenn vestanhafs að leggja lokahönd á að skila inn atkvæðaseðlum sínum í kjörinu á verðmætasta leikmanni NBA deildarinnar í vetur. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að það verði LeBron James hjá Cleveland Cavaliers sem hreppir hnossið að þessu sinni, en þessi fjölhæfa ofurstjarna hefur aldrei leikið betur en í vetur. Tölfræði James er að venju ótrúleg. Kappinn skorar 28,3 stig að meðaltali í leik, hirðir 7,6 fráköst, gefur 7,3 stoðsendingar, stelur 1,7 boltum og ver yfir 1 skot í leik. Þá hefur hann bætt sig mikið í mikilvægum þáttum leiksins eins og varnarleik og vítanýtingu. James hefur vissulega skilað ótrúlegri tölfræði áður, en það er samt bætt gengi Cleveland sem gerir það að verkum að James þykir nær öruggur um að verða valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í ár (MVP). Ef Cleveland heldur áfram á sama róli mun það nefnilega vinna 66 leiki í vetur - hvorki meira né minna en 21 leik fleiri en síðasta vetur. Liðið hefur bætt við sig mannskap frá síðasta tímabili, en flestir þakka LeBron James að mestu fyrir gott gengi liðsins. James er líka að komast í sögubækur í vetur fyrir annað merkilegt framlag til leiksins. Ef svo fer sem horfir verður hann aðeins fjórði leikmaðurinn í nútímasögu NBA til að leiða lið sitt í fimm helstu tölfræðiþáttum (stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum). Það hafa aðeins þeir Dave Cowens (Boston 1977-78), Scottie Pippen (Chicago 1994-95) og Kevin Garnett (Minnesota 2002-03) afrekað áður. NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira
Nú eru blaðamenn vestanhafs að leggja lokahönd á að skila inn atkvæðaseðlum sínum í kjörinu á verðmætasta leikmanni NBA deildarinnar í vetur. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að það verði LeBron James hjá Cleveland Cavaliers sem hreppir hnossið að þessu sinni, en þessi fjölhæfa ofurstjarna hefur aldrei leikið betur en í vetur. Tölfræði James er að venju ótrúleg. Kappinn skorar 28,3 stig að meðaltali í leik, hirðir 7,6 fráköst, gefur 7,3 stoðsendingar, stelur 1,7 boltum og ver yfir 1 skot í leik. Þá hefur hann bætt sig mikið í mikilvægum þáttum leiksins eins og varnarleik og vítanýtingu. James hefur vissulega skilað ótrúlegri tölfræði áður, en það er samt bætt gengi Cleveland sem gerir það að verkum að James þykir nær öruggur um að verða valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í ár (MVP). Ef Cleveland heldur áfram á sama róli mun það nefnilega vinna 66 leiki í vetur - hvorki meira né minna en 21 leik fleiri en síðasta vetur. Liðið hefur bætt við sig mannskap frá síðasta tímabili, en flestir þakka LeBron James að mestu fyrir gott gengi liðsins. James er líka að komast í sögubækur í vetur fyrir annað merkilegt framlag til leiksins. Ef svo fer sem horfir verður hann aðeins fjórði leikmaðurinn í nútímasögu NBA til að leiða lið sitt í fimm helstu tölfræðiþáttum (stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum). Það hafa aðeins þeir Dave Cowens (Boston 1977-78), Scottie Pippen (Chicago 1994-95) og Kevin Garnett (Minnesota 2002-03) afrekað áður.
NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira