Óþarfi eða nauðsyn? Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. október 2009 06:00 Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangslaus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs. Það er þó mála sannast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvorki beitt Íslendinga brögðum frjálshyggjunnunar eins og hann var að sögn alræmdur fyrir annarsstaðar, né heldur hefur hann troðið upp á okkur lánum. Þvert á móti hefur hann dregið endurskoðun 1. áfanga sameiginlegrar áætlunar Íslands og AGS og afhendingu annars hluta umsaminna lána úr hömlu vegna deilna okkar við Breta og Hollendinga um Icesave. Sá dráttur sem orðið hefur er hvorki til þess fallinn að auka trúverðugleika AGS né endurreisnar efnahagslífs á Íslandi. Upphæð lána stöðugt til endurmatsÞað virðist gleymast í þessari umræðu að samkvæmt skýrum þingvilja um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá AGS og viljayfirlýsingu stjórnvalda um samstafið við sjóðinn, þá er gert ráð fyrir að efnahagsáætlunin sé endurskoðuð ársfjórðungslega. Þannig er samið um AGS lánið og norrænu lánin að ekki er skylt að taka á móti lánunum umfram það sem Íslendingar telja sig þurfa vegna endurreisnarinnar. Komi í ljós við einhverja af endurskoðunum efnahagsáætlunarinnar að ekki þurfi á frekari lánum að halda, þá verður þeim hafnað og þar með getum við sparað okkur umtalsverðan vaxtakostnað. Er það virkilega svo að þetta sé ekki öllum ljóst? Mjög líklegt má telja að í kjölfar 1. endurskoðunar muni lánsþörfin vera endurmetin og áætluð upp á nýtt. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir trúverðugleika efnahagsáætlunarinnar að sýna framá að Ísland hafi tryggt sér fullnægjandi fjármögnun næstu misserin og árin og þar gegna lánapakkar AGS og vinaþjóða miklu máli. Fjármögnun mögulegra útgjalda í erlendri myntÍ efnahagsáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að utanaðkomandi erlend fjármögnun sé nauðsynleg upp á 5 milljarða Bandaríkjadali, ca. 2 milljarða frá AGS og ca. 3 milljarða frá öðrum ríkjum. Þetta er til þess að hafa borð fyrir báru og lenda hvorki í sjóðsþurrð við endurskipulagningu lána ríkisins né of stórum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að erlendir aðilar eiga hér fjáreignir, m.a. í jöklabréfum fyrir um nokkur hundruð milljarða króna, og á næsta og þar næsta ári liggur fyrir að greiða þarf um 200 milljarða vegna erlendra lána ríkissjóðs. Ríkissjóður þarf að geta sýnt framá að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar með afgerandi hætti. Þau gjaldeyrishöft sem sett voru á fyrir árslok 2009 eru ill nauðsyn við núverandi aðstæður, m.a. vegna ofangreindra skuldbindinga við erlenda aðila og takmarkaðs gjaldeyrisvarasjóðs til að standa skil á þeim. Seðlabankinn hefur birt stefnu um slökun haftanna sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú í sumar. Stefnt er að því að opna fyrir innflæði fjármagns á næstu mánuðum og lina svo höftin í áföngum án þess að gengisstöðugleika verði ógnað. Hér skiptir samstarfið við AGS sköpum. Seðlabanka Íslands opnast vonandi aðgangur að umsömdu láni frá sjóðnum auk lána frá Norðurlöndum og Póllandi sem þegar hefur verið samið um en eru háð endurskoðun sjóðsins á framgangi efnahagsáætlunarinnar. Færeyingar hafa hinsvegar þegar veitt okkur lán af höfðingsskap sínum án skilyrða. Gjaldeyrishöft og greiðslufall í stað erlendra lána?Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin, þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjáreigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjármagnaður. Því er það mat flestra, m.a. Seðlabanka og efnahags- og viðskiptaráðuneytis að afleiðing af frekari drætti á eflingu gjaldeyrisvarasjóðsins (með lánum frá AGS og vinaþjóðum eða með öðrum hætti) verði sú að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin, lánshæfismat ríkisins falli m.a. með þeim afleiðingum að tilteknir fjárfestar verði að draga sig til baka frá Íslandi og fjármögnun orkufyrirtækja og sveitarfélaga verði torveldari. Þrýstingur mun þá aukast á frekara fall krónunnar sem aftur felur í sér hækkandi verðbólgu, meira atvinnuleysi og auknar skuldir atvinnulífs og heimila. Gjaldeyrislánin frá AGS og vinaþjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar auk þess sem möguleikum íslenska ríkisins til að standa við afborganir af lánum væri teflt í tvísýnu. Greiðslufall af hálfu ríkisins væri nýtt risavaxið áfall að glíma við. Hvorutveggja myndi hamla endurreisn atvinnulífs og heimila og festa kreppuna í sessi um ókomin ár. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangslaus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs. Það er þó mála sannast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvorki beitt Íslendinga brögðum frjálshyggjunnunar eins og hann var að sögn alræmdur fyrir annarsstaðar, né heldur hefur hann troðið upp á okkur lánum. Þvert á móti hefur hann dregið endurskoðun 1. áfanga sameiginlegrar áætlunar Íslands og AGS og afhendingu annars hluta umsaminna lána úr hömlu vegna deilna okkar við Breta og Hollendinga um Icesave. Sá dráttur sem orðið hefur er hvorki til þess fallinn að auka trúverðugleika AGS né endurreisnar efnahagslífs á Íslandi. Upphæð lána stöðugt til endurmatsÞað virðist gleymast í þessari umræðu að samkvæmt skýrum þingvilja um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá AGS og viljayfirlýsingu stjórnvalda um samstafið við sjóðinn, þá er gert ráð fyrir að efnahagsáætlunin sé endurskoðuð ársfjórðungslega. Þannig er samið um AGS lánið og norrænu lánin að ekki er skylt að taka á móti lánunum umfram það sem Íslendingar telja sig þurfa vegna endurreisnarinnar. Komi í ljós við einhverja af endurskoðunum efnahagsáætlunarinnar að ekki þurfi á frekari lánum að halda, þá verður þeim hafnað og þar með getum við sparað okkur umtalsverðan vaxtakostnað. Er það virkilega svo að þetta sé ekki öllum ljóst? Mjög líklegt má telja að í kjölfar 1. endurskoðunar muni lánsþörfin vera endurmetin og áætluð upp á nýtt. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir trúverðugleika efnahagsáætlunarinnar að sýna framá að Ísland hafi tryggt sér fullnægjandi fjármögnun næstu misserin og árin og þar gegna lánapakkar AGS og vinaþjóða miklu máli. Fjármögnun mögulegra útgjalda í erlendri myntÍ efnahagsáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að utanaðkomandi erlend fjármögnun sé nauðsynleg upp á 5 milljarða Bandaríkjadali, ca. 2 milljarða frá AGS og ca. 3 milljarða frá öðrum ríkjum. Þetta er til þess að hafa borð fyrir báru og lenda hvorki í sjóðsþurrð við endurskipulagningu lána ríkisins né of stórum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að erlendir aðilar eiga hér fjáreignir, m.a. í jöklabréfum fyrir um nokkur hundruð milljarða króna, og á næsta og þar næsta ári liggur fyrir að greiða þarf um 200 milljarða vegna erlendra lána ríkissjóðs. Ríkissjóður þarf að geta sýnt framá að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar með afgerandi hætti. Þau gjaldeyrishöft sem sett voru á fyrir árslok 2009 eru ill nauðsyn við núverandi aðstæður, m.a. vegna ofangreindra skuldbindinga við erlenda aðila og takmarkaðs gjaldeyrisvarasjóðs til að standa skil á þeim. Seðlabankinn hefur birt stefnu um slökun haftanna sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú í sumar. Stefnt er að því að opna fyrir innflæði fjármagns á næstu mánuðum og lina svo höftin í áföngum án þess að gengisstöðugleika verði ógnað. Hér skiptir samstarfið við AGS sköpum. Seðlabanka Íslands opnast vonandi aðgangur að umsömdu láni frá sjóðnum auk lána frá Norðurlöndum og Póllandi sem þegar hefur verið samið um en eru háð endurskoðun sjóðsins á framgangi efnahagsáætlunarinnar. Færeyingar hafa hinsvegar þegar veitt okkur lán af höfðingsskap sínum án skilyrða. Gjaldeyrishöft og greiðslufall í stað erlendra lána?Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin, þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjáreigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjármagnaður. Því er það mat flestra, m.a. Seðlabanka og efnahags- og viðskiptaráðuneytis að afleiðing af frekari drætti á eflingu gjaldeyrisvarasjóðsins (með lánum frá AGS og vinaþjóðum eða með öðrum hætti) verði sú að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin, lánshæfismat ríkisins falli m.a. með þeim afleiðingum að tilteknir fjárfestar verði að draga sig til baka frá Íslandi og fjármögnun orkufyrirtækja og sveitarfélaga verði torveldari. Þrýstingur mun þá aukast á frekara fall krónunnar sem aftur felur í sér hækkandi verðbólgu, meira atvinnuleysi og auknar skuldir atvinnulífs og heimila. Gjaldeyrislánin frá AGS og vinaþjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar auk þess sem möguleikum íslenska ríkisins til að standa við afborganir af lánum væri teflt í tvísýnu. Greiðslufall af hálfu ríkisins væri nýtt risavaxið áfall að glíma við. Hvorutveggja myndi hamla endurreisn atvinnulífs og heimila og festa kreppuna í sessi um ókomin ár. Höfundur er forsætisráðherra.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun