Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2009 22:30 Jóhannes Árnason var léttur eftir sigur á Hamar í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira