Skáld á villigötum? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2009 00:01 Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun