Er plús mínus? 5. nóvember 2009 06:00 Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Margt skrítið hefur verið sagt um lán og lántökukostnað síðustu mánuðina. Sumir þeirra sem taka þátt í opinberri umræðu um þau mál virðast hafa þann tilgang helstan að rugla fólk í ríminu og koma af stað misskilningi. Nú síðast er ruglað saman verðinu sem greitt er fyrir þjónustu lánastofnana og magni þeirrar þjónustu sem seld er. Skoðum það á eftir, en skoðum fyrst viðskipti Arnars og Birgis við leigusala. Gefum okkur að Arnar leigi 100 fm íbúð í eitt ár en Birgir leigi jafn stóra íbúð í 10 ár. Báðir borga 50 þúsund krónur í leigu á mánuði. Heildarleigugjald Arnars verður 600 þúsund krónur, heildarleigugjald Birgis verður 6 milljónir króna. Allt er það eðlilegt og engum dytti í hug að saka leigusalann um að vera dýrseldari á þjónustuna við Birgi en Arnar. Gefum okkur að Anna og Birna taki báðar 1 milljónar króna óverðtryggt lán. Vextir eru 5% og greiðist árlega eftirá. Höfuðstóll greiðist í einu lagi í lok lánstímans (svona lán eru stundum kölluð kúlulán). Lán Önnu er til 1 árs og lán Birnu er til 10 ára. Við lok fyrsta ársins greiðir Anna 50 þúsund krónur í vexti og höfuðstólinn til baka, samtals 1.050.000 krónur. Birna greiðir 50.000 krónur og síðan 50.000 krónur um hver áramót. Að 10 árum liðnum greiðir hún 50.000 krónur í vexti auk höfuðstólsins. Samtals hefur Birna fengið 1 milljón og greitt 1,5 milljónir meðan Anna hefur fengið 1 milljón og greitt 1 milljón og 50 þúsund krónur. Er þá ekki lán Birnu 10 sinnum dýrara en lán Önnu? Svarið er nei. Þann tíma sem þær nutu sömu þjónustu hjá lánveitanda sínum greiddu þær nákvæmlega sömu upphæð fyrir þá þjónustu, 50 þúsund krónur fyrir að hafa 1 milljón króna að láni í eitt ár. Það að Birna ákvað að kaupa þjónustuna 9 árum lengur en Anna breytir nákvæmlega engu um þá staðreynd. Að þessu leytinu til er enginn munur á því að leigja íbúð og að leigja peninga. Í báðum tilvikum ræðst upphæð heildargreiðslunnar af mánaðarleigunni og lengd leigutímans, eins og eðlilegt er. Í kjölfar bankahruns og samdráttar í atvinnu standa nú margir einstaklingar og mörg heimili í þeim sporum að eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín niður jafn hratt og áætlað var þegar lánin voru upphaflega tekin. Þessum aðilum stendur nú til boða að breyta lánum sínum. Í raun er verið að bjóða þeim að kaupa meiri þjónustu á óbreyttum kjörum. Er það hagstætt eða óhagstætt? Það fer eftir því hvaða aðra möguleika viðkomandi lánþegi hefur. Ef hann getur fengið ódýrara fjármagn annars staðar á hann að sjálfsögðu að notfæra sér það. Ef aðrir lántökumöguleikar eru dýrari er hagstætt að að taka greiðslujöfnunartilboði stjórnvalda. Þeir sem eru í vafa um hvað sé þeim hagstæðast ættu að leita ráða hjá fagfólki, verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum, Íbúðalánasjóði eða Ráðgjafastöð heimilanna. Lánþegar sem eiga í greiðsluvanda ættu ekki að leita ráða hjá lýðskrumurum og hálf-pólitískum lukkuriddurum. Þeir virðast vilja fá sem flesta með sér fram af hengifluginu. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar