Órækt í hugsun Gauti Kristmannsson skrifar 19. nóvember 2010 07:15 Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgunblaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði. Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekkert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér einkum hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun. Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES" og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB". Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það. Næsta fullyrðing er afbragðsgóð: „Og jafnt þó enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti lengi telja." Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýðingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga. Mig grunar það þegar ég les næstu setningar þar sem hann fullyrðir að „danski kansellístíllinn hafi komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt ritmál" og að það hafi síðan verið „æviverk Fjölnismanna að snúa ofan af þeim ósköpum". Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Péturssonar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídalíns, Jóns Indíafara, Þorleifs Halldórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og ritmál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðumenn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnismenn sem sjálfir voru afkastamiklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson. Óvinurinn í líki stofnanamálsins sem Bjarni stillir upp andspænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli" er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upplýsingar stjórnvalda eftir sem áður og sýnist mér Bjarni sjálfur verða mikið í því hlutverki að túlka þær fyrir almenning í landinu sem fulltrúi eins ráðuneytis ríkisins. En mér sýnist hann þurfa að vanda sig miklu betur í því hlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgunblaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði. Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekkert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér einkum hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun. Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES" og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB". Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það. Næsta fullyrðing er afbragðsgóð: „Og jafnt þó enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti lengi telja." Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýðingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga. Mig grunar það þegar ég les næstu setningar þar sem hann fullyrðir að „danski kansellístíllinn hafi komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt ritmál" og að það hafi síðan verið „æviverk Fjölnismanna að snúa ofan af þeim ósköpum". Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Péturssonar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídalíns, Jóns Indíafara, Þorleifs Halldórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og ritmál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðumenn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnismenn sem sjálfir voru afkastamiklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson. Óvinurinn í líki stofnanamálsins sem Bjarni stillir upp andspænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli" er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upplýsingar stjórnvalda eftir sem áður og sýnist mér Bjarni sjálfur verða mikið í því hlutverki að túlka þær fyrir almenning í landinu sem fulltrúi eins ráðuneytis ríkisins. En mér sýnist hann þurfa að vanda sig miklu betur í því hlutverki.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar