Gegn umsókn eða aðild? Svavar Gestsson skrifar 12. júlí 2010 06:00 Hafin er mikil hreyfing gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Mjög áberandi í þeirri hreyfingu er Sjálfstæðisflokkurinn. Í greinargerð með tillögu til þings-ályktunar um að taka umsóknina til baka er tjaldað til röksemdum gegn umsókn fremur en aðild. Kvartað er um slælegan undirbúning stjórnvalda, kostnað við aðildarumsóknina og ágreining ríkisstjórnarflokkanna um málið! Ég hélt satt að segja að það væri kostur í augum andstæðinga ESB. Í greinargerðinni eru nefnd 20 atriði sem nær öll eru tæknilegs eðlis eða út í hött eins og það síðastnefnda. Nú er það vitað að stjórnarflokkurinn Vinstri hreyfingin grænt framboð er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það kom skýrt fram í atkvæðaskýringum um umsóknartillöguna á Alþingi fyrir tæpu ári auk þess sem það hefur verið margstaðfest af flokknum. Það skyldi maður ætla að væri fagnaðarefni allra ESB-andstæðinga en þess sér ekki stað. Í umræðunum núna er allt reynt sem unnt er af hálfu Sjálfstæðis-flokksins til að gera lítið úr afstöðu VG sem er á móti aðild en vill engu að síður láta reyna á umsóknarferlið. Rök þessa fólks í VG hafa verið þau að það verði að afgreiða þetta mál ella hangi það yfir höfði landsmanna eins og óleyst gáta sem truflar alla eðlilega pólitíska einbeitingu. Þess vegna sé skynsamlegt að láta á málið reyna efnislega. Og svo er sagt að þjóðin ráði því sem mestu skiptir: Lokaafgreiðslu málsins. Með lýðræði. Raunar telja þessir andstæðingar ESB aðildar jafnvel að aðildin verði felld og að þetta sé greiðasta leiðin til að útkljá málið svo þeim líki. Sumir segja: Samþykkjum umsókn til að fella aðild. Spurning er hins vegar hvort hin nýja mótmælahreyfing Sjálfstæðisflokksins gegn umsókninni - með óljósri afstöðu og tæknilegri til aðildar - kallar ekki á nauðsyn þess að þeir andstæðingar ESB aðildar sem styðja umsóknarferlið stofni sérstaka og nýja hreyfingu gegn aðild að ESB. Af því að þetta fólk styður engan veginn Sjálfstæðisflokkinn og vaxandi belging hans í ESB umræðunni þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hafin er mikil hreyfing gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Mjög áberandi í þeirri hreyfingu er Sjálfstæðisflokkurinn. Í greinargerð með tillögu til þings-ályktunar um að taka umsóknina til baka er tjaldað til röksemdum gegn umsókn fremur en aðild. Kvartað er um slælegan undirbúning stjórnvalda, kostnað við aðildarumsóknina og ágreining ríkisstjórnarflokkanna um málið! Ég hélt satt að segja að það væri kostur í augum andstæðinga ESB. Í greinargerðinni eru nefnd 20 atriði sem nær öll eru tæknilegs eðlis eða út í hött eins og það síðastnefnda. Nú er það vitað að stjórnarflokkurinn Vinstri hreyfingin grænt framboð er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það kom skýrt fram í atkvæðaskýringum um umsóknartillöguna á Alþingi fyrir tæpu ári auk þess sem það hefur verið margstaðfest af flokknum. Það skyldi maður ætla að væri fagnaðarefni allra ESB-andstæðinga en þess sér ekki stað. Í umræðunum núna er allt reynt sem unnt er af hálfu Sjálfstæðis-flokksins til að gera lítið úr afstöðu VG sem er á móti aðild en vill engu að síður láta reyna á umsóknarferlið. Rök þessa fólks í VG hafa verið þau að það verði að afgreiða þetta mál ella hangi það yfir höfði landsmanna eins og óleyst gáta sem truflar alla eðlilega pólitíska einbeitingu. Þess vegna sé skynsamlegt að láta á málið reyna efnislega. Og svo er sagt að þjóðin ráði því sem mestu skiptir: Lokaafgreiðslu málsins. Með lýðræði. Raunar telja þessir andstæðingar ESB aðildar jafnvel að aðildin verði felld og að þetta sé greiðasta leiðin til að útkljá málið svo þeim líki. Sumir segja: Samþykkjum umsókn til að fella aðild. Spurning er hins vegar hvort hin nýja mótmælahreyfing Sjálfstæðisflokksins gegn umsókninni - með óljósri afstöðu og tæknilegri til aðildar - kallar ekki á nauðsyn þess að þeir andstæðingar ESB aðildar sem styðja umsóknarferlið stofni sérstaka og nýja hreyfingu gegn aðild að ESB. Af því að þetta fólk styður engan veginn Sjálfstæðisflokkinn og vaxandi belging hans í ESB umræðunni þessa dagana.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar