Færi á allsherjaruppstokkun Sigursteinn Másson skrifar 10. september 2010 17:11 Fyrir skemmstu gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við stöðu og stjórnun á málefnum fatlaðra. Geðhjálp tekur undir þá gagnrýni og sérstaklega það að stefnumótun og eftirlit með þjónustunni hefur verið í ólestri. Aðgreining ráðuneyta velferðarmála í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti hefur lengi verið þyrnir í augum Geðhjálpar og höfum við lagt áherslu á að geðheilbrigðismál eru og verða ætíð heilbrigðis- og félagsmál sem líta verði heildstætt á. Þessi aðgreining er án efa stór hluti ástæðunnar fyrir því að svo er komið sem raun ber vitni og skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar ljósi á. Þegar stefnan er óskýr, ábyrgð og stjórnun sömuleiðis er ekki von á góðu. Ráðuneytin hafa löngum kastað málefnum fatlaðra á milli sín eins og heitri kartöflu í því skyni að losna við kostnað. Þar að auki hefur verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verið óskýr. Sameinað velferðarráðuneyti getur og verður að breyta þessu. Geðhjálp styður einnig flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Málefni fatlaðra eiga heima sem hluti nærþjónustunnar rétt eins og þjónusta við aðra íbúa sveitarfélaganna. Þetta er grundvallaratriði og brýnt að hugmyndafræðin á bak við yfirfrærsluna sé á hreinu. Þess vegna er það áhyggjuefni að ekki liggi fyrir skýrt markmið stjórnvalda með yfirfærslunni eins og Ríkisendurskoðun bendir á. Höfum hlutina á hreinu Markmiðið má ekki vera aðeins tæknilegt heldur verður það að snúast um að bæta þjónustuna og að koma á fót nýjum þjónustuþáttum í því skyni að skapa fötluðum tækifæri til sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í samfélaginu. Allt sem gert er í stefnumótun í málaflokknum verður að miða að þessu. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) og talsmannakerfi er þar ofarlega á blaði. Þá skiptir líka miklu máli að skilgreining og skilningur á hugtökum sé á hreinu. NPA er ekki heimaþjónusta heldur persónubundin einstaklingsþjónusta sem tekur mið af þörfum hvers og eins þannig að viðkomandi geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og verið virkur þátttakandi í samfélaginu. Það má ekki gefa neinn afslátt af þessari hugsun. Talsmaður er sömuleiðis aðeins talsmaður hins fatlaða sem ekki getur gætt hagsmuna sinna af einhverjum ástæðum en ekki aðstandenda hans eða annarra. Í aðdraganda að yfirfærslunni á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga þarf að ræða þessi mál miklu meira og skapa til þess opinn vettvang í þjóðfélaginu þannig að sveitarfélögin verði sem best undirbúin þegar þar að kemur. Sérstaklega er brýnt að búið verði að koma á fót virku opinberu eftirlitskerfi i stað hins handónýta kerfis svæðisráða sem enn er við lýði. Þótt mikið verk sé að vinna við undirbúning yfirfærslunnar og ekki hafi verið nægilega vel að honum staðið hingað til er engin ástæða til að hverfa frá þeim áformum. Reynslan kennir okkur Staða fatlaðra í þeim sveitarfélögum þar sem yfirfærslan hefur þegar átt sér stað, Akureyri, Norðurþingi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum, er mun betri en allajafna í öðrum sambærilegum sveitarfélögum á landinu. Reyndar liggur engin heildstæð úttekt á þessu fyrir eins og Ríkisendurskoðun bendir á og sýnir enn og aftur það sleifarlag sem ríkt hefur í málefnum fatlaðra. Af samtölum við aðila í þessum sveitarfélögum og þeim úttektum sem þó hafa verið gerðar má hins vegar draga þessa ályktun. Við þurfum að fara óhrædd inn í það breytingarferli sem framundan er, líta til tækifæranna en um leið gera ríkar kröfur um að allar breytingar leiði til framfara. Það kann að taka nokkurn tíma að fá margar hinar jákvæðu hliðar breytinganna fram í dagsljósið en ég er sannfærður um að það mun gerast og því megum við hvergi hvika frá framtíðarsýninni. Sú staðreynd að málefni fatlaðra eru að miklu leyti í ólestri á Íslandi er kerfislægur vandi. Hann snýst um vont stjórnskipulag sem leitt hefur til lélegrar stjórnsýslu, hentistefnu og ójafnræðis. Ein stærsta frumorsök þessa vanda hefur að mínu mati verið tvískipting velferðarráðuneytanna fram til þessa. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta stendur nú til bóta og er Guðbjarti Hannessyni óskað velfarnaðar við að sameina ráðuneytin og endurskipuleggja málaflokkinn. Um leið skorar Geðhjálp á nýjan velferðarráðherra að taka aðfinnslur Ríkisendurskoðunar mjög alvarlega og kippa þeim tafarlaust í liðinn. Komið að samtökum fatlaðra Nú er komið að samtökum fatlaðra sjálfra að líta í eigin barm og endurskoða sína starfshætti og fyrirkomulag og þótt fyrr hefði verið. Við megum ekki gleyma því að á Íslandi leika félög fatlaðra óvenju stórt þjónustuhlutverk í samanburði við þau ríki sem við viljum bera okkur saman við. Það hefur aftur veikt samtök fatlaðra í hagsmunabaráttu sinni fyrir fólk með fötlun án nokkurs vafa. Það er ekki í anda nútímaviðhorfa og þeirra mikilvægu breytinga sem stjórnvöld standa nú fyrir að félög fatlaðra séu umsvifamikil á fasteignamarkaði og séu ábyrg fyrir útleigu hundraða íbúða til öryrkja. Í þvi felst augljós hætta á hagsmunaárekstrum. Húsnæðismál eru órjúfanlegur hluti af velferð hvers einstaklings og með réttu ættu hagsmunafélögin að berjast fyrir rétti fatlaðra til aðgengilegs húsnæðis á góðum kjörum í stað þess að hirða af þeim leigutekjur og spara viðhald. Það sama gildir um ýmsa aðra þjónustu sem lögum samkvæmt á að hvíla á ríki eða sveitarfélögum en félög fatlaðra hafa í hallæri tekið að sér. Það er oft mjög erfitt að breyta, sameina eða leggja niður stofnanir. Nú þegar ríkið virðist ætla að ganga á undan með góðu fordæmi er nauðsynlegt að aðrir skoði gaumgæfilega sína stöðu, endurskipuleggi sig frá grunni og móti stefnu sem er fólki með fötlun raunverulega til hagsbóta en ekki hindrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við stöðu og stjórnun á málefnum fatlaðra. Geðhjálp tekur undir þá gagnrýni og sérstaklega það að stefnumótun og eftirlit með þjónustunni hefur verið í ólestri. Aðgreining ráðuneyta velferðarmála í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti hefur lengi verið þyrnir í augum Geðhjálpar og höfum við lagt áherslu á að geðheilbrigðismál eru og verða ætíð heilbrigðis- og félagsmál sem líta verði heildstætt á. Þessi aðgreining er án efa stór hluti ástæðunnar fyrir því að svo er komið sem raun ber vitni og skýrsla Ríkisendurskoðunar varpar ljósi á. Þegar stefnan er óskýr, ábyrgð og stjórnun sömuleiðis er ekki von á góðu. Ráðuneytin hafa löngum kastað málefnum fatlaðra á milli sín eins og heitri kartöflu í því skyni að losna við kostnað. Þar að auki hefur verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verið óskýr. Sameinað velferðarráðuneyti getur og verður að breyta þessu. Geðhjálp styður einnig flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Málefni fatlaðra eiga heima sem hluti nærþjónustunnar rétt eins og þjónusta við aðra íbúa sveitarfélaganna. Þetta er grundvallaratriði og brýnt að hugmyndafræðin á bak við yfirfrærsluna sé á hreinu. Þess vegna er það áhyggjuefni að ekki liggi fyrir skýrt markmið stjórnvalda með yfirfærslunni eins og Ríkisendurskoðun bendir á. Höfum hlutina á hreinu Markmiðið má ekki vera aðeins tæknilegt heldur verður það að snúast um að bæta þjónustuna og að koma á fót nýjum þjónustuþáttum í því skyni að skapa fötluðum tækifæri til sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í samfélaginu. Allt sem gert er í stefnumótun í málaflokknum verður að miða að þessu. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) og talsmannakerfi er þar ofarlega á blaði. Þá skiptir líka miklu máli að skilgreining og skilningur á hugtökum sé á hreinu. NPA er ekki heimaþjónusta heldur persónubundin einstaklingsþjónusta sem tekur mið af þörfum hvers og eins þannig að viðkomandi geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og verið virkur þátttakandi í samfélaginu. Það má ekki gefa neinn afslátt af þessari hugsun. Talsmaður er sömuleiðis aðeins talsmaður hins fatlaða sem ekki getur gætt hagsmuna sinna af einhverjum ástæðum en ekki aðstandenda hans eða annarra. Í aðdraganda að yfirfærslunni á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga þarf að ræða þessi mál miklu meira og skapa til þess opinn vettvang í þjóðfélaginu þannig að sveitarfélögin verði sem best undirbúin þegar þar að kemur. Sérstaklega er brýnt að búið verði að koma á fót virku opinberu eftirlitskerfi i stað hins handónýta kerfis svæðisráða sem enn er við lýði. Þótt mikið verk sé að vinna við undirbúning yfirfærslunnar og ekki hafi verið nægilega vel að honum staðið hingað til er engin ástæða til að hverfa frá þeim áformum. Reynslan kennir okkur Staða fatlaðra í þeim sveitarfélögum þar sem yfirfærslan hefur þegar átt sér stað, Akureyri, Norðurþingi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum, er mun betri en allajafna í öðrum sambærilegum sveitarfélögum á landinu. Reyndar liggur engin heildstæð úttekt á þessu fyrir eins og Ríkisendurskoðun bendir á og sýnir enn og aftur það sleifarlag sem ríkt hefur í málefnum fatlaðra. Af samtölum við aðila í þessum sveitarfélögum og þeim úttektum sem þó hafa verið gerðar má hins vegar draga þessa ályktun. Við þurfum að fara óhrædd inn í það breytingarferli sem framundan er, líta til tækifæranna en um leið gera ríkar kröfur um að allar breytingar leiði til framfara. Það kann að taka nokkurn tíma að fá margar hinar jákvæðu hliðar breytinganna fram í dagsljósið en ég er sannfærður um að það mun gerast og því megum við hvergi hvika frá framtíðarsýninni. Sú staðreynd að málefni fatlaðra eru að miklu leyti í ólestri á Íslandi er kerfislægur vandi. Hann snýst um vont stjórnskipulag sem leitt hefur til lélegrar stjórnsýslu, hentistefnu og ójafnræðis. Ein stærsta frumorsök þessa vanda hefur að mínu mati verið tvískipting velferðarráðuneytanna fram til þessa. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta stendur nú til bóta og er Guðbjarti Hannessyni óskað velfarnaðar við að sameina ráðuneytin og endurskipuleggja málaflokkinn. Um leið skorar Geðhjálp á nýjan velferðarráðherra að taka aðfinnslur Ríkisendurskoðunar mjög alvarlega og kippa þeim tafarlaust í liðinn. Komið að samtökum fatlaðra Nú er komið að samtökum fatlaðra sjálfra að líta í eigin barm og endurskoða sína starfshætti og fyrirkomulag og þótt fyrr hefði verið. Við megum ekki gleyma því að á Íslandi leika félög fatlaðra óvenju stórt þjónustuhlutverk í samanburði við þau ríki sem við viljum bera okkur saman við. Það hefur aftur veikt samtök fatlaðra í hagsmunabaráttu sinni fyrir fólk með fötlun án nokkurs vafa. Það er ekki í anda nútímaviðhorfa og þeirra mikilvægu breytinga sem stjórnvöld standa nú fyrir að félög fatlaðra séu umsvifamikil á fasteignamarkaði og séu ábyrg fyrir útleigu hundraða íbúða til öryrkja. Í þvi felst augljós hætta á hagsmunaárekstrum. Húsnæðismál eru órjúfanlegur hluti af velferð hvers einstaklings og með réttu ættu hagsmunafélögin að berjast fyrir rétti fatlaðra til aðgengilegs húsnæðis á góðum kjörum í stað þess að hirða af þeim leigutekjur og spara viðhald. Það sama gildir um ýmsa aðra þjónustu sem lögum samkvæmt á að hvíla á ríki eða sveitarfélögum en félög fatlaðra hafa í hallæri tekið að sér. Það er oft mjög erfitt að breyta, sameina eða leggja niður stofnanir. Nú þegar ríkið virðist ætla að ganga á undan með góðu fordæmi er nauðsynlegt að aðrir skoði gaumgæfilega sína stöðu, endurskipuleggi sig frá grunni og móti stefnu sem er fólki með fötlun raunverulega til hagsbóta en ekki hindrun.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar