Íslenskt mál og íslensk fyndni 18. ágúst 2010 06:00 Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er þegar einhver skrifar um íslenskt mál og veltir fyrir sér stöðu tungumálsins og þróun þess, jafnvel þótt skoðanirnar, sem fram koma, séu skrýtnar, en tungan er dýrmætasta eign þjóðarinnar auk landsins og sögu þjóðarinnar. Davíð Þór Jónsson hefur nú skrifað tvær greinar í Fréttablaðið um „norðlenska flámælið". Skrif hans eru skrýtin og jafnvel skemmtileg, enda hefur hann vafalaust ætlað sér að vera fyndinn og skemmtilegur eins og hann er vanur. Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst. Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar. En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta. Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu. Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug. En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt. En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl. Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið. Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa. Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar