Nú sækjum við fram! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2010 03:00 Ísland stendur á tímamótum. Björgunarleiðangrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við. Verkefni okkar undanfarin tvö ár hafa verið risavaxin og kallað á róttækar breytingar á flestum sviðum samfélagsins. Um þessi áramót er því hollt að virða fyrir sér þá heildarmynd sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, þann mikla árangur sem náðst hefur og þau spennandi viðfangsefni sem bíða okkar á nýju ári. Mikill árangur í efnahagsmálumSamdrátturinn hefur verið stöðvaður, hagvöxtur er hafinn, kaupmáttur launa vex og störfum fjölgar á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið styrkist og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru lægri en reiknað var með, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatryggingaálagið er lægra en fyrir hrun. Vegna þessa góða árangurs getum við nú sótt fram. Við þurfum að halda áfram með þær umfangsmiklu og róttæku samfélagsbreytingar sem settar hafa verið á dagskrá og jafnframt taka veigamiklar ákvarðanir um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sátt um auðlindirÁ næsta ári verður mótuð ný stjórnarskrá á vettvangi Stjórnlagaþings. Í því ferli verða teknar ákvarðanir um stórmál sem geta varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð: Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaembættisins, þingræðisins og þjóðkirkjunnar, aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið þarf að komast að niðurstöðu um öll þessi mikilvægu mál á næsta ári. Við þurfum að leiða til lykta áratuga deilur um eignarétt og nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem felast í vatninu verða varin og þannig um nýtingu þeirra búið að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til þjóðarinnar allrar. Kraftmikil sókn í atvinnumálumVið verðum að tryggja frið á vinnumarkaði. Slík stöðugleikasátt er forsenda aukins hagvaxtar, kaupmáttar og fjölgunar starfa. Eitt af stóru málunum á nýju ári verður að marka nýja atvinnustefnu sem byggir á traustum grunni og varðar veginn til framtíðar. Þegar hefur verið lagður grunnur að slíkri vinnu. Þá verður fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar á komandi ári ráðist í mjög umfangsmiklar framkvæmdir víða um land og hagfellt efnahagsumhverfi, lægri vextir og víðtæk skuldaaðlögun lífvænlegra fyrirtækja gefa fyrirheit um kröftuga viðspyrnu atvinnulífsins. Nefna má framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, einhverjar umfangsmestu vegaframkvæmdir Íslandssögunnar, aukin umsvif ferðaþjónustunnar, m.a. með nýjum framkvæmdasjóði, framkvæmdir við nýtt fangelsi, tónlistarhús og háskólasjúkrahúsið, uppbyggingu gagnavera og umfangsmiklar framkvæmdir við álverin í Straumsvík og á Reyðarfirði. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að leggja hönd á plóg til þess að skapa hér störf, ekki síst smærri fyrirtæki og hinar skapandi greinar sem sífellt öðlast aukið vægi. Skuldaaðlögun heimila og fyrirtækjaLjúka þarf skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja á grundvelli þeirra viðamiklu úrræða sem nú hafa verið innleidd. Hrun krónunnar, hækkun verðlags og hrun eignaverðs hafa legið sem mara á samfélaginu allt frá hruni. En nú eru allar forsendur til staðar til að ganga rösklega til verks og aðlaga skuldabyrðina að þeim raunveruleika sem við búum við. Fyrir mitt næsta ár ættu öll fyrirtæki og heimili landsins að hafa fengið niðurstöðu í sín mál í samvinnu við viðkomandi fjármálastofnanir og á þeim grundvelli ættu þau að geta unnið sig áfram sem virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem fram undan er. Í þeim efnum skiptir miklu máli að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og aðstæður hvers og eins séu metnar með sanngjörnum og raunsæjum hætti. Uppstokkun stjórnarráðsins verður fram haldið og þær fjölmörgu tillögur, sem komið hafa fram verða innleiddar, ein af annarri: Fækkun ráðuneyta, sameining stofnana, ábyrgari stjórnsýsla, aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð. Nú um áramótin hefst síðan vonandi nýtt uppbyggingarskeið í þjónustu við fatlað fólk þegar málefni þess færast frá ríkinu til sveitarfélaga. Við munum enn fremur stíga frekari skef til að tryggja grundvöll þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú er hafin. Samkomulag um Icesave er vonandi í augsýn og í kjölfarið getum við stigið markviss skref til að afnema gjaldeyrishöftin. Á árinu 2011 mun farsælu samstarfi okkar við AGS ljúka og Ísland getur á ný staðið eitt og óstutt í ólgusjó alþjóðlegra efnahagsmála, reynslunni ríkara og fullt sjálfstrausts í ljósi árangurs undangenginna ára. Á sama tíma munum við færast nær niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við ESB sem að mínu mati skiptir gríðarlegu máli varðandi þá framtíðarsýn og þau lífskjör sem við Íslendingar kjósum að hafa. Á árinu 2011 höfum við allar forsendur til að sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi. Ég óska Íslendingum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum. Björgunarleiðangrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við. Verkefni okkar undanfarin tvö ár hafa verið risavaxin og kallað á róttækar breytingar á flestum sviðum samfélagsins. Um þessi áramót er því hollt að virða fyrir sér þá heildarmynd sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, þann mikla árangur sem náðst hefur og þau spennandi viðfangsefni sem bíða okkar á nýju ári. Mikill árangur í efnahagsmálumSamdrátturinn hefur verið stöðvaður, hagvöxtur er hafinn, kaupmáttur launa vex og störfum fjölgar á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið styrkist og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru lægri en reiknað var með, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatryggingaálagið er lægra en fyrir hrun. Vegna þessa góða árangurs getum við nú sótt fram. Við þurfum að halda áfram með þær umfangsmiklu og róttæku samfélagsbreytingar sem settar hafa verið á dagskrá og jafnframt taka veigamiklar ákvarðanir um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sátt um auðlindirÁ næsta ári verður mótuð ný stjórnarskrá á vettvangi Stjórnlagaþings. Í því ferli verða teknar ákvarðanir um stórmál sem geta varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð: Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaembættisins, þingræðisins og þjóðkirkjunnar, aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið þarf að komast að niðurstöðu um öll þessi mikilvægu mál á næsta ári. Við þurfum að leiða til lykta áratuga deilur um eignarétt og nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem felast í vatninu verða varin og þannig um nýtingu þeirra búið að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til þjóðarinnar allrar. Kraftmikil sókn í atvinnumálumVið verðum að tryggja frið á vinnumarkaði. Slík stöðugleikasátt er forsenda aukins hagvaxtar, kaupmáttar og fjölgunar starfa. Eitt af stóru málunum á nýju ári verður að marka nýja atvinnustefnu sem byggir á traustum grunni og varðar veginn til framtíðar. Þegar hefur verið lagður grunnur að slíkri vinnu. Þá verður fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar á komandi ári ráðist í mjög umfangsmiklar framkvæmdir víða um land og hagfellt efnahagsumhverfi, lægri vextir og víðtæk skuldaaðlögun lífvænlegra fyrirtækja gefa fyrirheit um kröftuga viðspyrnu atvinnulífsins. Nefna má framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, einhverjar umfangsmestu vegaframkvæmdir Íslandssögunnar, aukin umsvif ferðaþjónustunnar, m.a. með nýjum framkvæmdasjóði, framkvæmdir við nýtt fangelsi, tónlistarhús og háskólasjúkrahúsið, uppbyggingu gagnavera og umfangsmiklar framkvæmdir við álverin í Straumsvík og á Reyðarfirði. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að leggja hönd á plóg til þess að skapa hér störf, ekki síst smærri fyrirtæki og hinar skapandi greinar sem sífellt öðlast aukið vægi. Skuldaaðlögun heimila og fyrirtækjaLjúka þarf skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja á grundvelli þeirra viðamiklu úrræða sem nú hafa verið innleidd. Hrun krónunnar, hækkun verðlags og hrun eignaverðs hafa legið sem mara á samfélaginu allt frá hruni. En nú eru allar forsendur til staðar til að ganga rösklega til verks og aðlaga skuldabyrðina að þeim raunveruleika sem við búum við. Fyrir mitt næsta ár ættu öll fyrirtæki og heimili landsins að hafa fengið niðurstöðu í sín mál í samvinnu við viðkomandi fjármálastofnanir og á þeim grundvelli ættu þau að geta unnið sig áfram sem virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem fram undan er. Í þeim efnum skiptir miklu máli að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og aðstæður hvers og eins séu metnar með sanngjörnum og raunsæjum hætti. Uppstokkun stjórnarráðsins verður fram haldið og þær fjölmörgu tillögur, sem komið hafa fram verða innleiddar, ein af annarri: Fækkun ráðuneyta, sameining stofnana, ábyrgari stjórnsýsla, aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð. Nú um áramótin hefst síðan vonandi nýtt uppbyggingarskeið í þjónustu við fatlað fólk þegar málefni þess færast frá ríkinu til sveitarfélaga. Við munum enn fremur stíga frekari skef til að tryggja grundvöll þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú er hafin. Samkomulag um Icesave er vonandi í augsýn og í kjölfarið getum við stigið markviss skref til að afnema gjaldeyrishöftin. Á árinu 2011 mun farsælu samstarfi okkar við AGS ljúka og Ísland getur á ný staðið eitt og óstutt í ólgusjó alþjóðlegra efnahagsmála, reynslunni ríkara og fullt sjálfstrausts í ljósi árangurs undangenginna ára. Á sama tíma munum við færast nær niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við ESB sem að mínu mati skiptir gríðarlegu máli varðandi þá framtíðarsýn og þau lífskjör sem við Íslendingar kjósum að hafa. Á árinu 2011 höfum við allar forsendur til að sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi. Ég óska Íslendingum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun