Jóhanna Sigurðardóttir: Róttækar stjórnsýsluumbætur Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2010 06:00 Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hrun bankakerfisins hefur kallað á grundvallarendurskoðun fjölmargra þátta í samfélagi okkar. Bankarnir brugðust, stjórnkerfið brást, stjórnmálin brugðust, eftirlitskerfið brást, fjölmiðlarnir brugðust, hugmyndakerfi hins frjálsa markaðar brást og á okkur öllum hvílir sú skylda að búa svo um hnúta við endurreisnina að slíkt gerist ekki aftur. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangvirki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofnana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Hér verða reifaðar helstu úrbætur sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd og aðrar sem unnið er að á vettvangi forsætisráðuneytisins. Þær breytingar sem gerðar hafa verið miða allar að því að gera umhverfi stjórnmálanna og stjórnsýslunnar lýðræðislegra, skilvirkara og traustara ekki síst með því að auka gagnsæi, aðgengi og áhrif almennings. Forsætisráðuneytið hefur verið endurskipulagt í því skyni að skerpa á forystu- og stefnumótunarhlutverki þess. Settar hafa verið á fót fastar ráðherranefndir á sviði efnahagsmála, ríkisfjármála, Evrópumála og jafnréttismála sem hittast reglulega og tryggja samráð og formleg vinnubrögð. Verkaskiptingu ráðuneyta hefur verið breytt og ráðuneyti efnahagsmála stofnað. Frekari breytingar á ráðuneytum og stofnunum eru í farvegi og hafa það að markmiði að efla stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari og einfaldari og um leið hagkvæmari. Unnið er að því að bæta starfshætti ríkisstjórnarinnar og ráðherranefnda enn frekar í því skyni að efla samstarf og samráð innan Stjórnarráðsins sem og að því að breyta innra skipulagi ráðuneyta innan Stjórnarráðsins, stöðu embættismanna og annarra starfsmanna og pólitískra aðstoðarmanna ráðherra. Þá eru til umfjöllunar niðurstöður nefndar sem fjallaði undir forystu Páls Hreinssonar um starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra og réttarbrotum í stjórnsýslunni sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 1998. Svo virðist sem ekki hafi verið unnið með tillögur nefndarinnar fyrr en nú ellefu árum eftir að nefndin skilaði forsætisráðuneytinu niðurstöðum sínum. Starfshópur um endurskoðun upplýsingalaga er nú að ljúka störfum. Hann fjallar m.a. um hvort möguleiki sé á því að víkka út gildissvið upplýsingalaganna og rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um siðareglur fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslunnar. Megintilgangur frumvarpsins er að skapa lagalega umgjörð um siðareglur fyrir stjórnsýslu ríkisins og störf ráðherra. Er það í fyrsta sinn sem kveðið er á um setningu slíkra reglna hér á landi. Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing hefur verið lagt fram á Alþingi. Samþykktar voru breytingar á lögum um stjórnmálasamtök og frambjóðendur, ekki síst vegna áranna 2002-2006, og nú liggur fyrir nýtt lagafrumvarp sem kynnt verður í ríkisstjórn í dag um enn frekari upplýsingaskyldu þessara aðila auk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Samþykktar hafa verið reglur um skráningu hagsmunatengsla ráðherra. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur verður lagt fram á næstu dögum með það að markmiði að bæta vinnubrögð við undirbúning lagasetningar. Frumvarp til laga um persónukjör hefur verið lagt fram á Alþingi. Þá hef ég skipað nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar sem skal taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Hér hafa aðeins verið raktar ýmsar úrbætur sem unnið hefur verið að innan forsætisráðuneytisins á liðnu ári til að tryggja lýðræðislegra og traustara gangvirki samfélagsins en það sem leiddi til hruns. Í annarri grein sem birt verður í Fréttablaðinu á morgun verða reifaðar helstu úrbætur sem unnið hefur verið að í öðrum ráðuneytum innan Stjórnarráðsins í sama tilgangi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun