Lúðvík Geirsson: „Það er allt í járnum“ 24. maí 2010 14:22 Lúðvík Geirsson segir allt í járnum í Hafnarfirði. „Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum. Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum.
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15