Steingrímur J. Sigfússon: Um fátækt á Íslandi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. apríl 2010 06:00 Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun