Réttlætiskennd misboðið 7. október 2010 06:00 Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hrunsins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi forsætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndarinnar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning". En var það tilgangurinn með öllu saman - að róa þjóðina tímabundið? Ég fullyrði að almennar væntingar voru meiri og háleitari. Að almennt hafi fólk að minnsta kosti vonast eftir lyktum sem ættu meira skylt við réttlæti og sanngirni - hvar sem það annars skipar sér í stjórnmálaflokk. Margir vonuðust jafnvel eftir niðurstöðu sem væri til þess fallin að eyða landlægri tortryggni og vantrausti - skapa einhvers konar sátt og leggja grundvöll að endurreisn samfélagsins. Þess í stað hefur vonin sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vakti um heiðarlegt uppgjör hrunsins snúist upp í andhverfu sína og inni á Alþingi ganga ásakanir á milli þingmanna um undirmál og pólitískar ofsóknir, brigsl um svik og heitingar af ýmsum toga. Afleiðingin er skert starfshæfni þingsins, nú þegar brýnustu viðfangsefnin þola enga bið - þau sem snúa að daglegu brauði, framtíð og heill fjölmargra fjölskyldna. Ástæða alls þessa er hvernig Alþingi hélt á málinu frá upphafi til enda. Ef ætlunin var raunverulega að gera á heiðarlegan hátt upp við þjóðina hlut Alþingis og stjórnsýslunnar í hruninu þá átti í fyrsta lagi að leita aðstoðar utan þings og fela óháðum aðilum að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og gerð tillagna um viðbrögð löggjafarsamkomunnar við henni - í stað þess að Alþingi ætlaði sér það ofverk að rannsaka og dæma í eigin sök. Í öðru lagi átti ekki að einskorða viðbrögðin við „úrræði" laga um ráðherraábyrgð og þriggja ára fyrningarfrest þeirra ogloks áttu fyrrum samstarfsmenn ráðherranna fjögurra - sem þingsályktunartillagan um Landsdóm tók til - ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslu um ákærurnar. Þeir áttu að sitja hjá eða víkja sæti. Í desember 2009 þegar lagt var fram frumvarp til breytinga á lögunum um rannsóknarnefnd Alþingis (m.a. um lengingu skilafrests) urðu umtalsverðar umræður um þá tilhögun að sérstök „þingmannanefnd" tæki við keflinu þegar rannsóknarnefnd Alþingis lyki vinnu sinni. Nánar tiltekið átti sú nefnd að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og gera tillögu um viðbrögð þingsins, byggt á þeirri forsendu að í skýrslunni yrði að finna faglega greiningu á ástæðum bankahrunsins sem „þyrfti að liggja til grundvallar almennu pólitísku uppgjöri málsins." Síðan, eftir atvikum átti það jafnframt að vera hlutverk þingmannanefndarinnar „að móta afstöðu til ábyrgðar í málinu að því marki sem það er hlutverk þingsins." Í umræðum á Alþingi um þetta mál var ítrekað bent á að þingmenn væru ekki færir um að leggja hlutlaust mat á eigin störf, formanna sinna og samstarfsmanna heldur væri nauðsynlegt að hlutlausir aðilar kæmu að vinnslu málsins. Að vísu voru það aðeins þingmenn Hreyfingarinnar sem höfðu uppi þessar mótbárur og þeir voru kveðnir í kútinn m.a. með brigslyrðum um að þeir væru með orðræðu sinni og tillögum um að hafa annan hátt á að grafa undan tiltrú og trausti á Alþingi! - Þetta voru að mínu mati fyrstu „mistök" Alþingis í þessum málum - að ætla sjálfu sér að rannsaka sjálft sig og meta sök. Ástæðan er sú að skýrsla rannsóknarnefndarinnar felur í sér ávirðingar á Alþingi sjálft, m.a. fyrir vanrækslu á aðhalds- og eftirlitsskyldu þess. Þingmannanefndin segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé „áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu" eins og segir í tillögu til þingsályktunar (um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010). Þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni kom á daginn að hún hafði aflað viðamikilla upplýsinga og gagna sem góðu heilli vörpuðu ljósi á aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Að þeim niðurstöðum fengnum lá fyrir skýrari mynd af flókinni og þvældri röð atburða, aðgerða og athafnaleysis. - Að auki, svo sem ráð var fyrir gert í lögunum um nefndina, sendi hún fjölda tilkynninga um mál þar sem grunur lék á um refsiverða háttsemi tengda starfsemi fjármálafyrirtækja til sérstaks saksóknara - þar sem mál eru nú í rannsókn og allt óljóst enn um saksókn, hvað þá hvernig málum muni reiða af fyrir dómi. Jafnframt lýsti nefndin mati sínu á því - svo sem henni hafði verið falið - hverjir kynnu að bera ábyrgð á hugsanlegum mistökum í aðdraganda bankahrunsins og hefðu sýnt af sér „vanrækslu" í störfum sínum. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var sú að það væru fyrrv. þrír seðlabankastjórar og fyrrv. forstj. Fjármálaeftirlitsins auk þriggja ráðherra. Samtals 7 manns. - Þessir allir töldust hafa (með nánar tilteknu athafnaleysi hvers um sig) látið „hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008." Eftir að þingmannanefndin tók til starfa vakti hún bréflega athygli saksóknara á þessum niðurstöðum hvað varðaði bankastjórana og forstjórann. Saksóknari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu snemmendis að „að svo stöddu (væri) ekki tilefni til að efna til sakamálarannsóknar" á hendur þessum fjórum, eins og segir frá í skýrslu þingmannanefndarinnar. Þar segir þó ekkert um rök eða ástæður hans fyrir þessari niðurstöðu. - Þessir virðast því vera lausir allra mála. Ég mun halda áfram og fjalla í sérstakri grein um önnur og þriðju mistök Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hrunsins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi forsætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndarinnar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning". En var það tilgangurinn með öllu saman - að róa þjóðina tímabundið? Ég fullyrði að almennar væntingar voru meiri og háleitari. Að almennt hafi fólk að minnsta kosti vonast eftir lyktum sem ættu meira skylt við réttlæti og sanngirni - hvar sem það annars skipar sér í stjórnmálaflokk. Margir vonuðust jafnvel eftir niðurstöðu sem væri til þess fallin að eyða landlægri tortryggni og vantrausti - skapa einhvers konar sátt og leggja grundvöll að endurreisn samfélagsins. Þess í stað hefur vonin sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vakti um heiðarlegt uppgjör hrunsins snúist upp í andhverfu sína og inni á Alþingi ganga ásakanir á milli þingmanna um undirmál og pólitískar ofsóknir, brigsl um svik og heitingar af ýmsum toga. Afleiðingin er skert starfshæfni þingsins, nú þegar brýnustu viðfangsefnin þola enga bið - þau sem snúa að daglegu brauði, framtíð og heill fjölmargra fjölskyldna. Ástæða alls þessa er hvernig Alþingi hélt á málinu frá upphafi til enda. Ef ætlunin var raunverulega að gera á heiðarlegan hátt upp við þjóðina hlut Alþingis og stjórnsýslunnar í hruninu þá átti í fyrsta lagi að leita aðstoðar utan þings og fela óháðum aðilum að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og gerð tillagna um viðbrögð löggjafarsamkomunnar við henni - í stað þess að Alþingi ætlaði sér það ofverk að rannsaka og dæma í eigin sök. Í öðru lagi átti ekki að einskorða viðbrögðin við „úrræði" laga um ráðherraábyrgð og þriggja ára fyrningarfrest þeirra ogloks áttu fyrrum samstarfsmenn ráðherranna fjögurra - sem þingsályktunartillagan um Landsdóm tók til - ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslu um ákærurnar. Þeir áttu að sitja hjá eða víkja sæti. Í desember 2009 þegar lagt var fram frumvarp til breytinga á lögunum um rannsóknarnefnd Alþingis (m.a. um lengingu skilafrests) urðu umtalsverðar umræður um þá tilhögun að sérstök „þingmannanefnd" tæki við keflinu þegar rannsóknarnefnd Alþingis lyki vinnu sinni. Nánar tiltekið átti sú nefnd að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og gera tillögu um viðbrögð þingsins, byggt á þeirri forsendu að í skýrslunni yrði að finna faglega greiningu á ástæðum bankahrunsins sem „þyrfti að liggja til grundvallar almennu pólitísku uppgjöri málsins." Síðan, eftir atvikum átti það jafnframt að vera hlutverk þingmannanefndarinnar „að móta afstöðu til ábyrgðar í málinu að því marki sem það er hlutverk þingsins." Í umræðum á Alþingi um þetta mál var ítrekað bent á að þingmenn væru ekki færir um að leggja hlutlaust mat á eigin störf, formanna sinna og samstarfsmanna heldur væri nauðsynlegt að hlutlausir aðilar kæmu að vinnslu málsins. Að vísu voru það aðeins þingmenn Hreyfingarinnar sem höfðu uppi þessar mótbárur og þeir voru kveðnir í kútinn m.a. með brigslyrðum um að þeir væru með orðræðu sinni og tillögum um að hafa annan hátt á að grafa undan tiltrú og trausti á Alþingi! - Þetta voru að mínu mati fyrstu „mistök" Alþingis í þessum málum - að ætla sjálfu sér að rannsaka sjálft sig og meta sök. Ástæðan er sú að skýrsla rannsóknarnefndarinnar felur í sér ávirðingar á Alþingi sjálft, m.a. fyrir vanrækslu á aðhalds- og eftirlitsskyldu þess. Þingmannanefndin segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé „áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu" eins og segir í tillögu til þingsályktunar (um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010). Þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni kom á daginn að hún hafði aflað viðamikilla upplýsinga og gagna sem góðu heilli vörpuðu ljósi á aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Að þeim niðurstöðum fengnum lá fyrir skýrari mynd af flókinni og þvældri röð atburða, aðgerða og athafnaleysis. - Að auki, svo sem ráð var fyrir gert í lögunum um nefndina, sendi hún fjölda tilkynninga um mál þar sem grunur lék á um refsiverða háttsemi tengda starfsemi fjármálafyrirtækja til sérstaks saksóknara - þar sem mál eru nú í rannsókn og allt óljóst enn um saksókn, hvað þá hvernig málum muni reiða af fyrir dómi. Jafnframt lýsti nefndin mati sínu á því - svo sem henni hafði verið falið - hverjir kynnu að bera ábyrgð á hugsanlegum mistökum í aðdraganda bankahrunsins og hefðu sýnt af sér „vanrækslu" í störfum sínum. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var sú að það væru fyrrv. þrír seðlabankastjórar og fyrrv. forstj. Fjármálaeftirlitsins auk þriggja ráðherra. Samtals 7 manns. - Þessir allir töldust hafa (með nánar tilteknu athafnaleysi hvers um sig) látið „hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008." Eftir að þingmannanefndin tók til starfa vakti hún bréflega athygli saksóknara á þessum niðurstöðum hvað varðaði bankastjórana og forstjórann. Saksóknari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu snemmendis að „að svo stöddu (væri) ekki tilefni til að efna til sakamálarannsóknar" á hendur þessum fjórum, eins og segir frá í skýrslu þingmannanefndarinnar. Þar segir þó ekkert um rök eða ástæður hans fyrir þessari niðurstöðu. - Þessir virðast því vera lausir allra mála. Ég mun halda áfram og fjalla í sérstakri grein um önnur og þriðju mistök Alþingis.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar