Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött SB skrifar 2. júlí 2010 21:04 Hér sést villikötturinn í búrinu. Jakob handsamaði hann fyrr í dag. Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef." Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi. Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað." „Eldri sonur minn lokaði hann inn á baðherbergi. Ég hringdi því í Kattholt og þau sögðust ekkert geta gert og bendu á heilbrigðisfulltrúa Garðabæjar og Kópavogs. Heilbrigðisfulltrúinn benti mér á meindýraeyði. Meindýraeyðirinn benti mér á áhaldahús Kópavogsbæjar. Og áhaldahúsið benti mér til baka á heilbrigðisfulltrúann." Vísir fjallaði fyrr í vikunni um ófríska konu sem varð fyrir árás kattar á Kársnesinu. Ari Steinarsson, eiginmaður konunnar, sagðist ráðalaus enda engar reglur um kattahald í bænum. Kötturinn klóraði og beit eiginkonu Ara sem þurfti að fara á spítala og fá stífkrampasprautu. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur," sagði Ari í samtali við Vísi. Jakob handsamaði villiköttinn sjálfur nú í dag. Hann hafði á endanum samband við meindýraeyði sem útvegaði honum kattagildru. Þegar kötturinn hafði gengið í gildruna fór hann með köttinn á dýraspítala þar sem honum var lógað. Jakob segist ósáttur við að þetta skuli ekki vera í betra ferli, að almenningur þurfi sjálfur að standa í því að fjarlægja þessi villdýr - ábyrgðin ætti að vera hjá bænum. „Það eru reglur um kattahald í nágrannasveitarfélögunum, Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi til dæmis. En í Kópavogi eru engar reglur. Kettir eru ekki skráðir eða hreinsaðir, ekki örmerktir og það eru engar kvaðir sem fylgja því að eiga kött." Jakob segist sjálfu kattaeigandi og myndi ekki setja það fyrir sig að borga einhverskonar árgjald fyrir það að eiga kött. „Kettir eiga að vera örmerktir og með bjöllu. Ef ekki, þá á að koma þeim fyrir kattanef."
Innlent Tengdar fréttir Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16