Kosningarnar upphafið að endalokum fjórflokksins 30. maí 2010 09:41 Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson. Kosningar 2010 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson.
Kosningar 2010 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira