Guð láti gott á vita Svavar Gestsson skrifar 7. september 2010 06:00 Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar