Líndal vegur að persónu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Umræða um Icesave er nauðsynleg. Í henni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum sem uppi eru og færð rök fyrir þeim. Ég hef leyft mér að setja fram skoðun mína á málinu og rökstutt hana í mörgum greinum og pistlum undanfarið ár. Ég tel ótvírætt að lög um innstæðutryggingar mæli fyrir um lágmarkstryggingu á innstæðum í íslenskum bönkum. Þau lög eru innleiðing á löggjöf Evrópusambandsins. Önnur íslensk lög ákveða að meginmál EES-samningsins, ásamt tilgreindum bókunum og viðaukum, hafi lagagildi hér á landi og að skýra skuli lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Allt er þetta til þess að tryggja að sömu lög gildi í öllum EES-löndunum um þau mál sem samningurinn nær til. Íslendingar undirgengust þetta grundvallaratriði með EES-samningnum. Þess vegna eiga allir innstæðueigendur í íslenskum banka rétt til lágmarkstryggingar óháð þjóðerni eða starfsstöð bankans. Þetta er kjarninn í Icesave-deilunni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sumum innstæður sínar að fullu bæði í orði og verki með beinni ábyrgð ríkissjóðs og fjárframlögum. Þau hafa með samningum og formlegum bréfaskriftum viðurkennt greiðsluskyldu að lágmarki til á innstæðum í erlendum útibúum íslensku bankanna. Þau reyndu á síðustu stundu fyrir bankahrunið að fá Icesave-innstæðurnar felldar undir ábyrgð breska tryggingarkerfisins. Það var óþarfi ef engin lagaskylda hvílir á Íslendingum. Það var líka óþarfi að tryggja allar innstæður á Íslandi að fullu ef engin lagaskylda og ábyrgð er á opinberum aðilum. Það var þá líka óþarfi að breyta leikreglum eftir á og gera innstæður að forgangskröfu í þrotabú. Það er gert á kostnað annarra kröfuhafa. Þeir tapa hundruðum milljarða króna, sem þeir hefðu annars fengið. Íslensk lög eiga að gilda eins um alla sem undir þau falla. Jafnræðisreglan er bundin í stjórnarskrá lýðveldisins. Út frá þessum skilningi málsins legg ég mat á það sem best er að gera fyrir land og þjóð í þessu erfiða og að mörgu leyti ógeðfellda máli. Sigurður Líndal fór fram á að ég færði rök fyrir því áliti mínu að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt að greiða lágmarkstrygginguna á Icesave-innstæðunum. Það gerði ég fúslega. Hann kaus þá að krefja mig um rök fyrir annarri fullyrðingu sem hann lagði mér í munn. Þrátt fyrir það ákvað ég að leitast við svara henni af bestu getu í stuttu máli. Viðbrögð Sigurðar eru mér veruleg vonbrigði. Þau eru ekki skoðanaskipti. Útúrsnúningur, orðhengilsháttur og afflutningur eru ekki framlag til umræðu og hjálpa ekki lesandanum til þess að komast að upplýstri niðurstöðu. Sigurður Líndal gerir lítið úr eigin ævistarfi og bregst þeirri skynsemi sem hann hefur áratugum saman leitast við að fá verðandi lögfræðinga landsins til þess að tileinka sér. Verst þykir mér þó þegar hann bregður mér um heilindi og ber á mig annarlegar hvatir. Því vil ég ekki sitja undir og mótmæli því harðlega. Sigurður Líndal verður sér mjög til minnkunar með brigslum sínum. Þá eru menn orðnir algerlega rökþrota þegar gripið er til þess að segja að „er hulin ráðgáta hvað honum gengur til“. Það er hvorki Sigurði né neinum öðrum hulin ráðgáta. Mér gengur það til að leiða málið til bestu og skynsamlegustu niðurstöðu fyrir íslenska þjóð sem völ er á miðað við málavöxtu. Það er mér ekki hulin ráðgáta hvað Sigurði gengur til með þessum ummælum sínum. Hann er að sá efasemdum um heilindi og grafa undan trúverðugleika þess sem orðin beinast að. Sigurður er að vega að persónu og draga mörk milli þjóðarinnar og hennar. Þetta hafa aðrir verið að gera síðustu daga og vegið að fólki sem hefur verið áberandi í umræðunni og er svipaðrar skoðunar og ég. Umræðan er með þessu komin á ómerkilegasta og lágkúrulegasta stig sem unnt er að ná og Sigurður Líndal leggur sitt af mörkum svikalaust. Hann gerir sjálfum sér meiri óleik en mér finnst að hann eigi skilið. Honum ber engin skylda til þess að standa við hlið helstu lýðskrumara stjórnmálanna og á ekki heima í þeirra hópi. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Umræða um Icesave er nauðsynleg. Í henni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum sem uppi eru og færð rök fyrir þeim. Ég hef leyft mér að setja fram skoðun mína á málinu og rökstutt hana í mörgum greinum og pistlum undanfarið ár. Ég tel ótvírætt að lög um innstæðutryggingar mæli fyrir um lágmarkstryggingu á innstæðum í íslenskum bönkum. Þau lög eru innleiðing á löggjöf Evrópusambandsins. Önnur íslensk lög ákveða að meginmál EES-samningsins, ásamt tilgreindum bókunum og viðaukum, hafi lagagildi hér á landi og að skýra skuli lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Allt er þetta til þess að tryggja að sömu lög gildi í öllum EES-löndunum um þau mál sem samningurinn nær til. Íslendingar undirgengust þetta grundvallaratriði með EES-samningnum. Þess vegna eiga allir innstæðueigendur í íslenskum banka rétt til lágmarkstryggingar óháð þjóðerni eða starfsstöð bankans. Þetta er kjarninn í Icesave-deilunni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sumum innstæður sínar að fullu bæði í orði og verki með beinni ábyrgð ríkissjóðs og fjárframlögum. Þau hafa með samningum og formlegum bréfaskriftum viðurkennt greiðsluskyldu að lágmarki til á innstæðum í erlendum útibúum íslensku bankanna. Þau reyndu á síðustu stundu fyrir bankahrunið að fá Icesave-innstæðurnar felldar undir ábyrgð breska tryggingarkerfisins. Það var óþarfi ef engin lagaskylda hvílir á Íslendingum. Það var líka óþarfi að tryggja allar innstæður á Íslandi að fullu ef engin lagaskylda og ábyrgð er á opinberum aðilum. Það var þá líka óþarfi að breyta leikreglum eftir á og gera innstæður að forgangskröfu í þrotabú. Það er gert á kostnað annarra kröfuhafa. Þeir tapa hundruðum milljarða króna, sem þeir hefðu annars fengið. Íslensk lög eiga að gilda eins um alla sem undir þau falla. Jafnræðisreglan er bundin í stjórnarskrá lýðveldisins. Út frá þessum skilningi málsins legg ég mat á það sem best er að gera fyrir land og þjóð í þessu erfiða og að mörgu leyti ógeðfellda máli. Sigurður Líndal fór fram á að ég færði rök fyrir því áliti mínu að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt að greiða lágmarkstrygginguna á Icesave-innstæðunum. Það gerði ég fúslega. Hann kaus þá að krefja mig um rök fyrir annarri fullyrðingu sem hann lagði mér í munn. Þrátt fyrir það ákvað ég að leitast við svara henni af bestu getu í stuttu máli. Viðbrögð Sigurðar eru mér veruleg vonbrigði. Þau eru ekki skoðanaskipti. Útúrsnúningur, orðhengilsháttur og afflutningur eru ekki framlag til umræðu og hjálpa ekki lesandanum til þess að komast að upplýstri niðurstöðu. Sigurður Líndal gerir lítið úr eigin ævistarfi og bregst þeirri skynsemi sem hann hefur áratugum saman leitast við að fá verðandi lögfræðinga landsins til þess að tileinka sér. Verst þykir mér þó þegar hann bregður mér um heilindi og ber á mig annarlegar hvatir. Því vil ég ekki sitja undir og mótmæli því harðlega. Sigurður Líndal verður sér mjög til minnkunar með brigslum sínum. Þá eru menn orðnir algerlega rökþrota þegar gripið er til þess að segja að „er hulin ráðgáta hvað honum gengur til“. Það er hvorki Sigurði né neinum öðrum hulin ráðgáta. Mér gengur það til að leiða málið til bestu og skynsamlegustu niðurstöðu fyrir íslenska þjóð sem völ er á miðað við málavöxtu. Það er mér ekki hulin ráðgáta hvað Sigurði gengur til með þessum ummælum sínum. Hann er að sá efasemdum um heilindi og grafa undan trúverðugleika þess sem orðin beinast að. Sigurður er að vega að persónu og draga mörk milli þjóðarinnar og hennar. Þetta hafa aðrir verið að gera síðustu daga og vegið að fólki sem hefur verið áberandi í umræðunni og er svipaðrar skoðunar og ég. Umræðan er með þessu komin á ómerkilegasta og lágkúrulegasta stig sem unnt er að ná og Sigurður Líndal leggur sitt af mörkum svikalaust. Hann gerir sjálfum sér meiri óleik en mér finnst að hann eigi skilið. Honum ber engin skylda til þess að standa við hlið helstu lýðskrumara stjórnmálanna og á ekki heima í þeirra hópi. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun