Háskólar í mótun II Katrín Jakobsdóttir skrifar 14. október 2010 13:58 Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun