Ný framboð skapa óvissu 29. maí 2010 08:00 Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira