Varnir á netinu Ólafur Stephensen skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun