„Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni“ 1. júní 2010 13:07 „Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn,“ segir Sigmundur Davíð í tölvupósti til flokksmanna. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58
Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16
Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46