Sértækur vandi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt?
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun