Háskólar í mótun 1. október 2010 06:00 Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun