Sögulegar kosningar til stjórnlagaþings Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2010 03:00 Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á. Ég hef lengi haft þá sannfæringu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldisins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hagsmuni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmaður flutti ég fyrst frumvarp um sérstakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmálahrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin. Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögunum er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunnþætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppnaðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötnum vekur góðar vonir um framhaldið. Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið sem standa mun í 2-4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011. Niðurstöðurnar munu síðan fara til Alþingis til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi. Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðisþróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með persónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikilvæga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfundurinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vandaða stjórnarskrá - umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í komandi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á. Ég hef lengi haft þá sannfæringu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldisins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hagsmuni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmaður flutti ég fyrst frumvarp um sérstakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmálahrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin. Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögunum er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunnþætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppnaðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötnum vekur góðar vonir um framhaldið. Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið sem standa mun í 2-4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011. Niðurstöðurnar munu síðan fara til Alþingis til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi. Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðisþróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með persónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikilvæga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfundurinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vandaða stjórnarskrá - umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í komandi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar